Hjá Liverpool næstu fimm árin - Enn óvissa með Henderson Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 17:45 Fabinho skrifaði undir fimm ára samning í dag og geta stjórnarmenn Liverpool merkt einn kross á langan tjékklistann. Jon Super/PA Images via Getty Images Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool um fimm ár. Enn bíða stuðningsmenn liðsins fregna af samningsmálum fyrirliðans Jordan Henderson. Fabinho var á meðal nokkurra lykilleikmanna sem eiga tvö ár eftir á samningi sínum og vinna starfsmenn félagsins hörðum höndum að því að treysta framtíð þeirra hjá félaginu. Fabinho skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk í raðir liðsins frá Mónakó árið 2018, sem átti að renna út sumarið 2023. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársins 2026. Félagið er sagt í samningaviðræðum við Virgil van Dijk sem rennur einnig út á samningi sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Jordan Henderson, en viðræður við hann eru sagðar ganga illa þar sem félagið er sagt vera langt frá launakröfum fyrirliðans. Our lighthouse. Love it, @_fabinhotavares — Liverpool FC (@LFC) August 3, 2021 Sóknar þríeykið Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga sömuleiðis samning næstu tvö árin, líkt og Naby Keita og Xherdan Shaqiri, en sá síðastnefndi er sagður á förum í sumar. Helstu markmið sumarsins hjá Liverpool eru sögð vera að treysta stöðu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu, fremur en að bæta við leikmönnum. Félagið missti Georginio Wijnaldum frítt til Paris Saint-Germain í sumar þar sem sá hollenski kenndi um áhugaleysi félagsins og stuðningsmanna þess. Svipaðar sögur hafa sveimað um Henderson í sumar, þar sem honum á að þykja hæstráðendur félagsins ekki meta hann að verðleikum. Henderson er orðinn 31 árs gamall og passar illa við stefnu félagsins að gefa svo gömlum manni rándýran langtíma samning. Ljóst er að stórar ákvarðanir eru fram undan, enda er van Dijk orðinn þrítugur og þremenningarnir í framlínunni; Firmino, Mané og Salah, allir þrítugir á næsta ári. Ólíklegt verður að þykja að allir fimm fái nýjan samning og einhverjir gætu verið á förum næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Fabinho var á meðal nokkurra lykilleikmanna sem eiga tvö ár eftir á samningi sínum og vinna starfsmenn félagsins hörðum höndum að því að treysta framtíð þeirra hjá félaginu. Fabinho skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk í raðir liðsins frá Mónakó árið 2018, sem átti að renna út sumarið 2023. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársins 2026. Félagið er sagt í samningaviðræðum við Virgil van Dijk sem rennur einnig út á samningi sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Jordan Henderson, en viðræður við hann eru sagðar ganga illa þar sem félagið er sagt vera langt frá launakröfum fyrirliðans. Our lighthouse. Love it, @_fabinhotavares — Liverpool FC (@LFC) August 3, 2021 Sóknar þríeykið Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga sömuleiðis samning næstu tvö árin, líkt og Naby Keita og Xherdan Shaqiri, en sá síðastnefndi er sagður á förum í sumar. Helstu markmið sumarsins hjá Liverpool eru sögð vera að treysta stöðu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu, fremur en að bæta við leikmönnum. Félagið missti Georginio Wijnaldum frítt til Paris Saint-Germain í sumar þar sem sá hollenski kenndi um áhugaleysi félagsins og stuðningsmanna þess. Svipaðar sögur hafa sveimað um Henderson í sumar, þar sem honum á að þykja hæstráðendur félagsins ekki meta hann að verðleikum. Henderson er orðinn 31 árs gamall og passar illa við stefnu félagsins að gefa svo gömlum manni rándýran langtíma samning. Ljóst er að stórar ákvarðanir eru fram undan, enda er van Dijk orðinn þrítugur og þremenningarnir í framlínunni; Firmino, Mané og Salah, allir þrítugir á næsta ári. Ólíklegt verður að þykja að allir fimm fái nýjan samning og einhverjir gætu verið á förum næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira