Hjá Liverpool næstu fimm árin - Enn óvissa með Henderson Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 17:45 Fabinho skrifaði undir fimm ára samning í dag og geta stjórnarmenn Liverpool merkt einn kross á langan tjékklistann. Jon Super/PA Images via Getty Images Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool um fimm ár. Enn bíða stuðningsmenn liðsins fregna af samningsmálum fyrirliðans Jordan Henderson. Fabinho var á meðal nokkurra lykilleikmanna sem eiga tvö ár eftir á samningi sínum og vinna starfsmenn félagsins hörðum höndum að því að treysta framtíð þeirra hjá félaginu. Fabinho skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk í raðir liðsins frá Mónakó árið 2018, sem átti að renna út sumarið 2023. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársins 2026. Félagið er sagt í samningaviðræðum við Virgil van Dijk sem rennur einnig út á samningi sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Jordan Henderson, en viðræður við hann eru sagðar ganga illa þar sem félagið er sagt vera langt frá launakröfum fyrirliðans. Our lighthouse. Love it, @_fabinhotavares — Liverpool FC (@LFC) August 3, 2021 Sóknar þríeykið Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga sömuleiðis samning næstu tvö árin, líkt og Naby Keita og Xherdan Shaqiri, en sá síðastnefndi er sagður á förum í sumar. Helstu markmið sumarsins hjá Liverpool eru sögð vera að treysta stöðu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu, fremur en að bæta við leikmönnum. Félagið missti Georginio Wijnaldum frítt til Paris Saint-Germain í sumar þar sem sá hollenski kenndi um áhugaleysi félagsins og stuðningsmanna þess. Svipaðar sögur hafa sveimað um Henderson í sumar, þar sem honum á að þykja hæstráðendur félagsins ekki meta hann að verðleikum. Henderson er orðinn 31 árs gamall og passar illa við stefnu félagsins að gefa svo gömlum manni rándýran langtíma samning. Ljóst er að stórar ákvarðanir eru fram undan, enda er van Dijk orðinn þrítugur og þremenningarnir í framlínunni; Firmino, Mané og Salah, allir þrítugir á næsta ári. Ólíklegt verður að þykja að allir fimm fái nýjan samning og einhverjir gætu verið á förum næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Fabinho var á meðal nokkurra lykilleikmanna sem eiga tvö ár eftir á samningi sínum og vinna starfsmenn félagsins hörðum höndum að því að treysta framtíð þeirra hjá félaginu. Fabinho skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk í raðir liðsins frá Mónakó árið 2018, sem átti að renna út sumarið 2023. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársins 2026. Félagið er sagt í samningaviðræðum við Virgil van Dijk sem rennur einnig út á samningi sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Jordan Henderson, en viðræður við hann eru sagðar ganga illa þar sem félagið er sagt vera langt frá launakröfum fyrirliðans. Our lighthouse. Love it, @_fabinhotavares — Liverpool FC (@LFC) August 3, 2021 Sóknar þríeykið Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga sömuleiðis samning næstu tvö árin, líkt og Naby Keita og Xherdan Shaqiri, en sá síðastnefndi er sagður á förum í sumar. Helstu markmið sumarsins hjá Liverpool eru sögð vera að treysta stöðu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu, fremur en að bæta við leikmönnum. Félagið missti Georginio Wijnaldum frítt til Paris Saint-Germain í sumar þar sem sá hollenski kenndi um áhugaleysi félagsins og stuðningsmanna þess. Svipaðar sögur hafa sveimað um Henderson í sumar, þar sem honum á að þykja hæstráðendur félagsins ekki meta hann að verðleikum. Henderson er orðinn 31 árs gamall og passar illa við stefnu félagsins að gefa svo gömlum manni rándýran langtíma samning. Ljóst er að stórar ákvarðanir eru fram undan, enda er van Dijk orðinn þrítugur og þremenningarnir í framlínunni; Firmino, Mané og Salah, allir þrítugir á næsta ári. Ólíklegt verður að þykja að allir fimm fái nýjan samning og einhverjir gætu verið á förum næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira