Innlent

Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Aukið álag er á heilbrigðisstofnunum vegna faraldursins.
Aukið álag er á heilbrigðisstofnunum vegna faraldursins. Vísir/vilhelm

Aldrei hafa fleiri verið í ein­angrun smitaðir af Co­vid-19 á Ís­landi og ein­mitt í dag. Alls eru 1.304 í ein­angrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í ein­angrun þegar fyrri bylgjur far­aldursins náðu sínum há­punkti.

Nú eru þó færri inni­liggjandi á spítala en þá og ljóst að bólu­setningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari sam­komu­tak­markanir en í fyrri bylgjunum. Heil­brigðis­ráð­herra segir að lík­lega væri hér 10 manna sam­komu­bann í gildi ef ekki væri fyrir bólu­setningar.

Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna.

Hápunktar stærstu bylgnanna:

5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun

20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun

3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun



Mun verri staða í fyrri bylgjum

Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í ein­angrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna sam­komu­bann í gildi og í kring um 40 manns inni­liggjandi á spítala með Co­vid-19.

Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfir­leitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í ein­angrun sam­tímis þegar hún náði há­punkti sínum þann 20. októ­ber 2020.

Þann sama dag tók gildi ný reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra um sam­komu­tak­markanir sem stað­festi á­fram­haldandi 20 manna sam­komu­tak­mörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuð­borgar­svæðisins.

Að­eins viku síðar, þann 27. októ­ber, voru sam­tals 56 sjúk­lingar inni­liggjandi á Land­spítalanum með Co­vid-19.

Sex­tán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjör­gæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í ein­angrun en þá.

Gagnsemi bólusetninga greinileg

Ljóst er að bólu­setningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að al­var­leg veikindi leggist á eins marga og eru grund­völlurinn fyrir því að hér er nú 200 manna sam­komu­bann en ekki tíu manna.

„Bólu­setningarnar eru að hafa gríðar­lega mikil á­hrif vegna þess að ef við værum ekki bólu­sett værum við komin í örugg­lega 10 manna sam­komu­bann,“ segir Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra í sam­tali við frétta­stofu.

„Samt erum við ekki að ná því mark­miði með delta-af­brigðinu að ná hjarðó­næmi í sam­fé­laginu.“

Örvunar­bólu­setningar fyrir þá sem fengu að­eins einn skammt af Jans­sen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skóla­starfs­fólki en skipu­legar fjölda­bólu­setningar fyrir þennan hóp eru á dag­skrá ein­hvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst.


Tengdar fréttir

Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn

Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×