Innlent

Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa hingað til miklu leyti byggt á tillögum sóttvarnalæknis (í bakgrunni) til heilbrigðisráðherra (í forgrunni). 
Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa hingað til miklu leyti byggt á tillögum sóttvarnalæknis (í bakgrunni) til heilbrigðisráðherra (í forgrunni).  Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins.

Þetta kom fram í svari Þórólfs við spurningum fréttamanna á upplýsingafundi er hann var spurður um hvernig faraldurinn þurfi að þróast til þess að hann myndi leggja til harðari aðgerðir. Núverandi takmarkanir á samkomum gilda til 13. ágúst en á sama tíma sýnir sú bylgja sem nú er í gangi lítil merki um rénun.

„Ég er í stöðugu sambandi við minn ráðherra, bæði formlega og óformlega. Ég held að það sé komið að því að stjórnvöld þurfi að huga vel að því til hvaða aðgerða eigi að grípa. Það er ekki víst að ég á þessum tímapunkti leggi til einhverjar ákveðnar aðgerðir. Við erum búin að ganga í gegnum þetta margoft með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til. Við vitum hvað virkar og hvað ekki,“ sagði Þórólfur.

Boðar annað form á næsta minnisblaði

Þær samkomutakmarkanir sem settar hafa á hér á landi frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa að miklu leyti tekið mið af þeim tillögum sem borist hafa heilbrigðisráðherra frá sóttvarnalækni, í formi minnisblaða, nú síðast 22. júlí síðastliðinn.

Nú virðist Þórólfur hins vegar ætla að senda boltann til ríkisstjórnarinnar.

„Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harðra aðgerða til að kveða niður bylgjuna hérna niður eða ekki.“

Þannig að þú kemur ekki með tillögur á minnisblaði?

„Ég geri það í aðeins öðru formi en áður býst ég við.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.