Draumur rættist í gær: „Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2021 13:00 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði brekkusöng fyrir tómum Herjólfsdal í gær. Vísir/Stöð 2 Þetta var algjör heiður, segir Magnús Kjartan Eyjólfsson um brekkusönginn sem hann stýrði í fyrsta sinn í gær. Hann segir upplifunina stórkostlega og væri tilbúinn til að stýra söngnum aftur að ári. Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í fyrsta sinn í gærkvöldi. Landinn virðist hafa verið ánægður með flutning Magnúsar ef marka má samfélagsmiðilinn Twitter þar sem honum var mikið hrósað. Magnús Kjartan er maður dagsins. Þvílíkt hæfileikabúnt! Hnökralaus frammistaða, klárlega besti brekkusöngvari sögunnar! #brekkusöngur— Stefán Á Þórðarson (@stefanthordar) August 2, 2021 Sorry en Magnús Kjartan mun stýra Brekkusöng til dauðadags! Hann var geggjaður streymið var #brekkusöngur— Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir (@LovisaOktovia) August 2, 2021 Held að Magnús Kjartan sé kominn með fast job í Brekkusönginn #brekkusöngur— Ása Fox (@AsaFox77) August 1, 2021 Öðru máli fer um útsendinguna sjálfa en fólk á miðlinum kvartaði yfir tæknilegum örðugleikum. Magnús segir að upplifunin hafi verið ótrúleg. „Það er mjög erfitt að lýsa þessu en ég fann það bara þegar ég steig upp á svið að mér leið alveg ofsalega vel. Mér fannst þetta eitthvað svo rétt á tímapunktinum.“ Draumur rættist í gær Það hafi lengi verið draumur að stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal. „Ég hef stjórnað brekkusöng áður en þetta er náttúrulega sá stærsti þannig að það er rosalegur heiður að fá að taka þetta að sér. Og stjórna þessu þó að örugglega hefði það verið aðeins öðruvísi með tuttugu þúsund manns fyrir framan sig ég segi það ekki, en þetta var mjög, mjög, mjög gaman.“ Mikið var lagt í útsendinguna og komu allt að sextíu manns að henni. „Crewið byrjaði að tínast hingað inn fyrir tveimur dögum þannig að þetta er svakalegt umfang og þetta er helvíti stór ákvörðun að ákveða að kýla á þetta í fullri stærð. Hálfgert brjálæði en samt mjög gaman að þetta sé að gerast svona. Mjög áhugavert,“ sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu í samtali við fréttastofu í gær. Rætt var við Magnús í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður getur ekki lýst“ Hann segir umhverfið stórkostlegt. „Þessi Herjólfsdalur er einhver magnaðasti tónleikasalur sem Íslendingar eiga. Ákveðin synd að hann sé ekki notaður meira. En það er kannski eitthvað útfærsluatriði. Að vera þarna og horfa upp í brekkuna og ég tala nú ekki um þegar hún er full af fólki. Jafnvel líka þegar hún er ekki full af fólki. Þú færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður hreinlega getur ekki lýst.“ Gerði þetta með hjartanu Magnús segir ekkert mál að syngja fyrir tómri brekku. „Ég reyndi að tækla þetta þannig að þegar ég var krakki þá var ég alltaf að synja og með ímyndað fólk fyrir framan mig og ég þurfti bara að ganga í barndóm aftur og rifja það upp hvernig var að vera barn og gera þetta með hjartanu og þá var þetta ekkert mál.“ Klár í slaginn að ári Hvernig er það, munt þú stýra brekkusöngnum aftur að ári? „Það er bara ekkert farið að ræða það enn.“ En værir þú til í það? „Ég væri alveg til í það. Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. 1. ágúst 2021 19:54 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Sjá meira
Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í fyrsta sinn í gærkvöldi. Landinn virðist hafa verið ánægður með flutning Magnúsar ef marka má samfélagsmiðilinn Twitter þar sem honum var mikið hrósað. Magnús Kjartan er maður dagsins. Þvílíkt hæfileikabúnt! Hnökralaus frammistaða, klárlega besti brekkusöngvari sögunnar! #brekkusöngur— Stefán Á Þórðarson (@stefanthordar) August 2, 2021 Sorry en Magnús Kjartan mun stýra Brekkusöng til dauðadags! Hann var geggjaður streymið var #brekkusöngur— Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir (@LovisaOktovia) August 2, 2021 Held að Magnús Kjartan sé kominn með fast job í Brekkusönginn #brekkusöngur— Ása Fox (@AsaFox77) August 1, 2021 Öðru máli fer um útsendinguna sjálfa en fólk á miðlinum kvartaði yfir tæknilegum örðugleikum. Magnús segir að upplifunin hafi verið ótrúleg. „Það er mjög erfitt að lýsa þessu en ég fann það bara þegar ég steig upp á svið að mér leið alveg ofsalega vel. Mér fannst þetta eitthvað svo rétt á tímapunktinum.“ Draumur rættist í gær Það hafi lengi verið draumur að stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal. „Ég hef stjórnað brekkusöng áður en þetta er náttúrulega sá stærsti þannig að það er rosalegur heiður að fá að taka þetta að sér. Og stjórna þessu þó að örugglega hefði það verið aðeins öðruvísi með tuttugu þúsund manns fyrir framan sig ég segi það ekki, en þetta var mjög, mjög, mjög gaman.“ Mikið var lagt í útsendinguna og komu allt að sextíu manns að henni. „Crewið byrjaði að tínast hingað inn fyrir tveimur dögum þannig að þetta er svakalegt umfang og þetta er helvíti stór ákvörðun að ákveða að kýla á þetta í fullri stærð. Hálfgert brjálæði en samt mjög gaman að þetta sé að gerast svona. Mjög áhugavert,“ sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu í samtali við fréttastofu í gær. Rætt var við Magnús í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður getur ekki lýst“ Hann segir umhverfið stórkostlegt. „Þessi Herjólfsdalur er einhver magnaðasti tónleikasalur sem Íslendingar eiga. Ákveðin synd að hann sé ekki notaður meira. En það er kannski eitthvað útfærsluatriði. Að vera þarna og horfa upp í brekkuna og ég tala nú ekki um þegar hún er full af fólki. Jafnvel líka þegar hún er ekki full af fólki. Þú færð einhverja tilfinningu í iðrin sem maður hreinlega getur ekki lýst.“ Gerði þetta með hjartanu Magnús segir ekkert mál að syngja fyrir tómri brekku. „Ég reyndi að tækla þetta þannig að þegar ég var krakki þá var ég alltaf að synja og með ímyndað fólk fyrir framan mig og ég þurfti bara að ganga í barndóm aftur og rifja það upp hvernig var að vera barn og gera þetta með hjartanu og þá var þetta ekkert mál.“ Klár í slaginn að ári Hvernig er það, munt þú stýra brekkusöngnum aftur að ári? „Það er bara ekkert farið að ræða það enn.“ En værir þú til í það? „Ég væri alveg til í það. Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. 1. ágúst 2021 19:54 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Sjá meira
Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. 1. ágúst 2021 19:54
Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16
Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir Brekkusöngnum Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi. 13. júlí 2021 09:02