Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2021 13:16 Íslefur Þórhalsson er framkvæmdastjóri Senu. vísir Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. Rætt var við Ísleif í hádegisfréttir Bylgjunnar. „Við ásamt Þjóðhátíðarnefnd og ÍBV ákváðum bara að kýla á dagskrá kvöldsins í fullri stærð. Þannig að það eru allir sem áttu að koma fram í kvöld þeir koma fram og meira að segja búið að bæta aðeins við dagskránna,“ sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er allur búnaður sem átti að vera: Ljós, LED skjáir og allar græjur. Þetta er bara „full on show“ í kvöld. Nema að af því að ástandið er svo furðulegt þá er þetta bara gert fyrir myndavélarnar og það er enginn í dalnum og enginn í brekkunni.“ Hálfgert „brjálæði“ en gaman Er þetta ekki í fyrsta sinn sem brekkusöngur fer fram fyrri tómri brekku? „Jú þetta er mjög sérstakt og það er sérstakt fyrir okkur að setja þetta upp, vitandi það að það verður enginn þarna í brekkunni. En þetta er líka mjög skemmtilegt og allir voða glaðir að það skyldi kýlt á þetta. En jú þetta er alveg örugglega í fyrsta skipti sem brekkusöngur fer fram fyrir tómri brekku en við ætlum að setja textann yfir skjáinn þannig að fólk geti sungið með heima hjá sér.“ Brekkan er vanalega troðin af fólki eina helgi á ári. Í kvöld verður hún tóm.Anna Thorsteinsson Líkt og fram hefur komið hefur Þjóðhátíð verið frestað. Stefnt er að því að halda hátíðina síðar í sumar. Eyjamenn hafa ekki leynt því að frestun á Þjóðhátíð er gríðarlegur skellur, ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður tilfinningalega. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að því að láta dagskránna verða að veruleika. „Crewið byrjaði að tínast hingað inn fyrir tveimur dögum þannig að þetta er svakalegt umfang og þetta er helvíti stór ákvörðun að ákveða að kýla á þetta í fullri stærð. Hálfgert brjálæði en samt mjög gaman að þetta sé að gerast svona. Mjög áhugavert.“ Sjá einnig: Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Lögregla vaktar svæðið Líkt og áður segir verða engir áhorfendur í brekkunni, mikil gæsla verður á svæðinu og passar lögregla að enginn komist inn í dalinn. „Við lokum svæðinu í dag. Við verðum með gæslu og ef einhver reynir að koma þá vísum við þeim frá. Reyndar er ekkert gaman að reyna að sjá þetta því þú hvorki sérð né heyrir. Það eru bara myndatökumenn úti um allt og hljóð fer bara í græjurnar. Þannig ekki reyna að koma. Þið komist ekkert inn og það er ekkert að sjá. Besta leiðin til að njóta þess er bara í tækjunum heima.“ Undirbúningur er í fullum gangi í Herjólfsdal.anna thorsteinsson Fjörið byrjar klukkan 21:00 Hægt er að kaupa miða í gegnum myndlykla Vodafone og Símans eða á Tix.is Útsending hefst klukkan hálf níu. Albatross og gestir stíga á svið klukkan níu og svo hefst brekkusöngurinn vinsæli klukkan ellefu. „Meðal þeirra sem koma fram eru Pálmi Gunnars, Ragga Gísla, Sverrir Bergmann. Sveinn Waage er kynnir og Hreimur er sérstakur gestur. Svo koma líka Guðrún Árný, Jóhanna Guðrún og Klara. Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir brekkusöng klukkan ellefu.“ Fæstum líst vel á rigningu í Herjólfsdal þegar brekkusöngur fer fram en í ár skiptir það ekki máli þar sem landsmenn hlusta á sönginn heima í stofu.anna thorsteinsson Hvorki blys né brenna í brekkunni Ekki fékkst leyfi til að vera með blys né brennu í kvöld. „Við ætlum samt að gera ýmislegt til að reyna að skapa þessa þjóðahátíðarstemningu þannig það kemur bara í ljós hvað við gerum.“ Lofið þið góðri skemmtun í kvöld? „Já við gerum það. Það er verið að leggja gríðarlega mikið í þetta. Eins og ég segi, full dagskrá, full stærð, her af fólki og græjum. Ég held að þetta verði engu líkt. Hvet alla til að horfa og upplifa þetta saman.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. 1. ágúst 2021 10:19 Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Rætt var við Ísleif í hádegisfréttir Bylgjunnar. „Við ásamt Þjóðhátíðarnefnd og ÍBV ákváðum bara að kýla á dagskrá kvöldsins í fullri stærð. Þannig að það eru allir sem áttu að koma fram í kvöld þeir koma fram og meira að segja búið að bæta aðeins við dagskránna,“ sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er allur búnaður sem átti að vera: Ljós, LED skjáir og allar græjur. Þetta er bara „full on show“ í kvöld. Nema að af því að ástandið er svo furðulegt þá er þetta bara gert fyrir myndavélarnar og það er enginn í dalnum og enginn í brekkunni.“ Hálfgert „brjálæði“ en gaman Er þetta ekki í fyrsta sinn sem brekkusöngur fer fram fyrri tómri brekku? „Jú þetta er mjög sérstakt og það er sérstakt fyrir okkur að setja þetta upp, vitandi það að það verður enginn þarna í brekkunni. En þetta er líka mjög skemmtilegt og allir voða glaðir að það skyldi kýlt á þetta. En jú þetta er alveg örugglega í fyrsta skipti sem brekkusöngur fer fram fyrir tómri brekku en við ætlum að setja textann yfir skjáinn þannig að fólk geti sungið með heima hjá sér.“ Brekkan er vanalega troðin af fólki eina helgi á ári. Í kvöld verður hún tóm.Anna Thorsteinsson Líkt og fram hefur komið hefur Þjóðhátíð verið frestað. Stefnt er að því að halda hátíðina síðar í sumar. Eyjamenn hafa ekki leynt því að frestun á Þjóðhátíð er gríðarlegur skellur, ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður tilfinningalega. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að því að láta dagskránna verða að veruleika. „Crewið byrjaði að tínast hingað inn fyrir tveimur dögum þannig að þetta er svakalegt umfang og þetta er helvíti stór ákvörðun að ákveða að kýla á þetta í fullri stærð. Hálfgert brjálæði en samt mjög gaman að þetta sé að gerast svona. Mjög áhugavert.“ Sjá einnig: Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Lögregla vaktar svæðið Líkt og áður segir verða engir áhorfendur í brekkunni, mikil gæsla verður á svæðinu og passar lögregla að enginn komist inn í dalinn. „Við lokum svæðinu í dag. Við verðum með gæslu og ef einhver reynir að koma þá vísum við þeim frá. Reyndar er ekkert gaman að reyna að sjá þetta því þú hvorki sérð né heyrir. Það eru bara myndatökumenn úti um allt og hljóð fer bara í græjurnar. Þannig ekki reyna að koma. Þið komist ekkert inn og það er ekkert að sjá. Besta leiðin til að njóta þess er bara í tækjunum heima.“ Undirbúningur er í fullum gangi í Herjólfsdal.anna thorsteinsson Fjörið byrjar klukkan 21:00 Hægt er að kaupa miða í gegnum myndlykla Vodafone og Símans eða á Tix.is Útsending hefst klukkan hálf níu. Albatross og gestir stíga á svið klukkan níu og svo hefst brekkusöngurinn vinsæli klukkan ellefu. „Meðal þeirra sem koma fram eru Pálmi Gunnars, Ragga Gísla, Sverrir Bergmann. Sveinn Waage er kynnir og Hreimur er sérstakur gestur. Svo koma líka Guðrún Árný, Jóhanna Guðrún og Klara. Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir brekkusöng klukkan ellefu.“ Fæstum líst vel á rigningu í Herjólfsdal þegar brekkusöngur fer fram en í ár skiptir það ekki máli þar sem landsmenn hlusta á sönginn heima í stofu.anna thorsteinsson Hvorki blys né brenna í brekkunni Ekki fékkst leyfi til að vera með blys né brennu í kvöld. „Við ætlum samt að gera ýmislegt til að reyna að skapa þessa þjóðahátíðarstemningu þannig það kemur bara í ljós hvað við gerum.“ Lofið þið góðri skemmtun í kvöld? „Já við gerum það. Það er verið að leggja gríðarlega mikið í þetta. Eins og ég segi, full dagskrá, full stærð, her af fólki og græjum. Ég held að þetta verði engu líkt. Hvet alla til að horfa og upplifa þetta saman.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. 1. ágúst 2021 10:19 Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. 1. ágúst 2021 10:19
Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“