Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 10:19 Varðstjóri lögreglunnar telur að um þúsund gestir séu í Vestmannaeyjum um helgina. Brekkusöngurinn fer fram í Herjólfsdal í kvöld en þó án áhorfenda. Vísir/Vilhelm Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. Pétur Steingrímsson, varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir helgina hafa verið ágæta hingað til. Eitthvað hafi verið um „fylleríseril“ eins og gengur og gerist þegar fólk er að skemmta sér. Tilkynnt var um ein slagsmál niðri í bæ og einn var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Pétur segir þó að almennt hafi öll skemmtun farið vel fram um helgina. Hann segir engar kærur hafa borist um helgina og að ekkert „vont og ljótt“ hafi átt sér stað. Hann segir að heimapartýin séu alls ekki eins mörg eins og talað hafi verið um. Einhver partý séu hér og þar um eyjuna og það séu í langflestum tilvikum heimamenn sem skemmta sér. Eins og Vísir greindi frá í gær er afar fámennt á tjaldsvæðum í Vestmannaeyjum og dvelja um þrjátíu manns í sjálfum Herjólfsdal sem er aðeins brotabrot af því sem vant er um verslunarmannahelgi. Pétur telur að gestir eyjunnar séu ekki fleiri en þúsund. Eins og kunnugt er var Þjóðhátíð í Eyjum blásin af vegna samkomutakmarkana en þar fer þó fram beint streymi frá brekkusöngnum í kvöld. Þar verða engir áhorfendur enda verður Herjólfsdal lokað á milli klukkan átta og tólf. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Pétur Steingrímsson, varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum segir helgina hafa verið ágæta hingað til. Eitthvað hafi verið um „fylleríseril“ eins og gengur og gerist þegar fólk er að skemmta sér. Tilkynnt var um ein slagsmál niðri í bæ og einn var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Pétur segir þó að almennt hafi öll skemmtun farið vel fram um helgina. Hann segir engar kærur hafa borist um helgina og að ekkert „vont og ljótt“ hafi átt sér stað. Hann segir að heimapartýin séu alls ekki eins mörg eins og talað hafi verið um. Einhver partý séu hér og þar um eyjuna og það séu í langflestum tilvikum heimamenn sem skemmta sér. Eins og Vísir greindi frá í gær er afar fámennt á tjaldsvæðum í Vestmannaeyjum og dvelja um þrjátíu manns í sjálfum Herjólfsdal sem er aðeins brotabrot af því sem vant er um verslunarmannahelgi. Pétur telur að gestir eyjunnar séu ekki fleiri en þúsund. Eins og kunnugt er var Þjóðhátíð í Eyjum blásin af vegna samkomutakmarkana en þar fer þó fram beint streymi frá brekkusöngnum í kvöld. Þar verða engir áhorfendur enda verður Herjólfsdal lokað á milli klukkan átta og tólf.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00
Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31. júlí 2021 09:28