Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 09:28 Frá tjaldsvæðinu á Ísafirði. Fólkið hér er ekki til mikilla vandræða. vísir/vilhelm Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. Hafa litlar áhyggjur af gönguhátíð „Þetta hefur gengið allt ljómandi vel, hér er bara allt eins og blómstrið eina!“ segir vaktstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum í samtali við Vísi. Hann segir ekki svo marga hafa safnast saman í Ísafjarðarbæ, allavega ef miðað er við verslunarmannahelgi í venjulegu árferði, þó nokkuð mikið af fólki sé reyndar komið á tjaldsvæðið. „En það virðist ekki vera fólk sem er að skapa okkur neina atvinnu,“ segir hann léttur í bragði. Allt leikur í lyndi á Ísafirði þessa dagana.vísir/vilhelm Öllum hátíðum var aflýst á Vestfjörðum um helgina nema einni; gönguhátíð á Súðavík. „Hún snýst aðallega um gönguferðir og fjallgöngur og svoleiðis. Þannig ætli það sé ekki einhver heilnæmasta hátíð sem hægt er að hugsa sér. Við höfum litlar áhyggjur af henni. Við erum bara mjög sáttir.“ Veðrið á Ísafirði og öllum Vestfjörðum er með eindæmum gott í dag. Eyjamenn með lóðapartý Um verslunarmannahelgi safnast eflaust flestir saman á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Henni var frestað í ár vegna samkomutakmarkana en Eyjamenn láta það ekki of mikið á sig fá. Varðstjóri hjá lögreglunni í Eyjum segir að stemmningin í gærkvöldi hafi svipað mjög til þeirrar sem myndast við upphaf Þjóðhátíðar. „Þær fjölskyldur sem hafa verið með tjöld á Þjóðhátíð höfðu sett þau upp í görðunum hjá sér og það voru svona lóðapartý hér og þar um bæinn,“ segir hann. Hann telur að um þúsund manns hafi mætt til Eyja um helgina þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið frestað. Fréttin hefur verið uppfærð. Upprunalega stóð að tíu þúsund manns hefðu mætt til Eyja um helgina en þar hafði misskilnings gætt milli blaðamanns og lögreglu. Rétt er að um þúsund manns hafi komið til Eyja fyrir helgina. Svona mun brekkan ekki líta út í ár. Þær fjölskyldur sem hafa haldið hvítu tjöldunum úti á Þjóðhátíð virðast hafa fært partýið heim í garða sína. Vísir „Það voru margir hérna í gær. Þegar setningin átti að vera þá komu fjölskyldur saman með börnin og þau voru í tjöldunum með allt dótið, veisluhlaðborð og kökur. Þau gerðu þetta bara næstum því eins og hefði orðið í dalnum, voru búin að fá einhvern sem hélt hátíðarræðuna þannig þetta var bara skemmtilegt.“ Hann segir lögregluna þó ekki hafa þurft að skipta sér mikið af hátíðarhöldunum. Fangageymslan var tóm í morgunsárið. Erfitt að komast að á Akureyri Og sömu sögu er að segja af Akureyri. Engar handtökur í gærkvöldi og engin stór mál sem komu upp. „Það er alveg slatti hérna í bænum en það var svo bara allt búið rétt upp úr miðnætti þegar allir staðir lokuðu,“ segir varðstjóri lögreglunnar á Akureyri. Mikilli sól er spáð á Akureyri um helgina.Vísir/Vilhelm Hann segir að eitthvað hafi verið um að fólk fengi ekki pláss á tjaldsvæðunum: „Tjaldsvæðin voru orðin full hérna. Það þarf nú svo sem ekki mikið til, það tekur ekki nema 800 hérna og svo komast 200 í Þórunnarstræti. Það var nú eitthvað um að fólk væri að koma svona upp undir miðnætti og ætlaði þá að komast á tjaldsvæðin sem voru orðin full. Því var bara vísað frá og hafa vonandi náð að redda sér einhvern veginn.“ Einn sóttvarnalagabrjótur til vandræða Í miðbæ Reykjavíkur virðist allt hafa gengið eðlilega fyrir sig í gærkvöldi. Samkvæmt daglegri fréttatilkynningu lögreglunnar virðist lögregla ekki þurft að hafa afskipta af neinum nema einum sem strauk af farsóttahúsi. Hann átti að dvelja þar, annaðhvort í sóttkví eða einangrun, en hafði gengið þaðan út í ölæði. Lögregla handtók hann vegna ástands hans og varð maðurinn að gista fangageymslu í nótt. Það náðist svo hvorki í lögregluna á Suðurlandi né lögregluna á Austurlandi við gerð fréttarinnar. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Akureyri Lögreglumál Tjaldsvæði Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Hafa litlar áhyggjur af gönguhátíð „Þetta hefur gengið allt ljómandi vel, hér er bara allt eins og blómstrið eina!“ segir vaktstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum í samtali við Vísi. Hann segir ekki svo marga hafa safnast saman í Ísafjarðarbæ, allavega ef miðað er við verslunarmannahelgi í venjulegu árferði, þó nokkuð mikið af fólki sé reyndar komið á tjaldsvæðið. „En það virðist ekki vera fólk sem er að skapa okkur neina atvinnu,“ segir hann léttur í bragði. Allt leikur í lyndi á Ísafirði þessa dagana.vísir/vilhelm Öllum hátíðum var aflýst á Vestfjörðum um helgina nema einni; gönguhátíð á Súðavík. „Hún snýst aðallega um gönguferðir og fjallgöngur og svoleiðis. Þannig ætli það sé ekki einhver heilnæmasta hátíð sem hægt er að hugsa sér. Við höfum litlar áhyggjur af henni. Við erum bara mjög sáttir.“ Veðrið á Ísafirði og öllum Vestfjörðum er með eindæmum gott í dag. Eyjamenn með lóðapartý Um verslunarmannahelgi safnast eflaust flestir saman á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Henni var frestað í ár vegna samkomutakmarkana en Eyjamenn láta það ekki of mikið á sig fá. Varðstjóri hjá lögreglunni í Eyjum segir að stemmningin í gærkvöldi hafi svipað mjög til þeirrar sem myndast við upphaf Þjóðhátíðar. „Þær fjölskyldur sem hafa verið með tjöld á Þjóðhátíð höfðu sett þau upp í görðunum hjá sér og það voru svona lóðapartý hér og þar um bæinn,“ segir hann. Hann telur að um þúsund manns hafi mætt til Eyja um helgina þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið frestað. Fréttin hefur verið uppfærð. Upprunalega stóð að tíu þúsund manns hefðu mætt til Eyja um helgina en þar hafði misskilnings gætt milli blaðamanns og lögreglu. Rétt er að um þúsund manns hafi komið til Eyja fyrir helgina. Svona mun brekkan ekki líta út í ár. Þær fjölskyldur sem hafa haldið hvítu tjöldunum úti á Þjóðhátíð virðast hafa fært partýið heim í garða sína. Vísir „Það voru margir hérna í gær. Þegar setningin átti að vera þá komu fjölskyldur saman með börnin og þau voru í tjöldunum með allt dótið, veisluhlaðborð og kökur. Þau gerðu þetta bara næstum því eins og hefði orðið í dalnum, voru búin að fá einhvern sem hélt hátíðarræðuna þannig þetta var bara skemmtilegt.“ Hann segir lögregluna þó ekki hafa þurft að skipta sér mikið af hátíðarhöldunum. Fangageymslan var tóm í morgunsárið. Erfitt að komast að á Akureyri Og sömu sögu er að segja af Akureyri. Engar handtökur í gærkvöldi og engin stór mál sem komu upp. „Það er alveg slatti hérna í bænum en það var svo bara allt búið rétt upp úr miðnætti þegar allir staðir lokuðu,“ segir varðstjóri lögreglunnar á Akureyri. Mikilli sól er spáð á Akureyri um helgina.Vísir/Vilhelm Hann segir að eitthvað hafi verið um að fólk fengi ekki pláss á tjaldsvæðunum: „Tjaldsvæðin voru orðin full hérna. Það þarf nú svo sem ekki mikið til, það tekur ekki nema 800 hérna og svo komast 200 í Þórunnarstræti. Það var nú eitthvað um að fólk væri að koma svona upp undir miðnætti og ætlaði þá að komast á tjaldsvæðin sem voru orðin full. Því var bara vísað frá og hafa vonandi náð að redda sér einhvern veginn.“ Einn sóttvarnalagabrjótur til vandræða Í miðbæ Reykjavíkur virðist allt hafa gengið eðlilega fyrir sig í gærkvöldi. Samkvæmt daglegri fréttatilkynningu lögreglunnar virðist lögregla ekki þurft að hafa afskipta af neinum nema einum sem strauk af farsóttahúsi. Hann átti að dvelja þar, annaðhvort í sóttkví eða einangrun, en hafði gengið þaðan út í ölæði. Lögregla handtók hann vegna ástands hans og varð maðurinn að gista fangageymslu í nótt. Það náðist svo hvorki í lögregluna á Suðurlandi né lögregluna á Austurlandi við gerð fréttarinnar.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Akureyri Lögreglumál Tjaldsvæði Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira