Innlent

Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Maðurinn sem átti að vera í sóttkví var vistaður í fangageymslu í nótt.
Maðurinn sem átti að vera í sóttkví var vistaður í fangageymslu í nótt. Vísir/Vilhelm

Tveir menn voru hand­teknir í Kópa­vogi eftir líkams­á­rás í nótt. Við hand­tökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sótt­kví.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dag­legri frétta­til­kynningu lög­reglu í morgun. Mennirnir voru báðir vistaðir í fanga­geymslu í nótt fyrir rann­sókn málsins, einnig sá sem átti að vera í sótt­kví.

Hand­takan átti sér stað um klukkan korter yfir eitt í nótt. Fyrr það sama kvöld, rétt um kvöld­matar­leytið, voru tveir menn í annar­legu á­standi hand­teknir í sama hverfi Kópa­vogs grunaðir um líkams­á­rás. Þeir fengu að­hlynningu á bráða­mót­töku en þurftu síðan að gista fanga­geymslu lög­reglu í nótt.

Önnur líkams­á­rás var til­kynnt við Hval­eyrar­vatn í gær­kvöldi. Ung­lingar segja að hópur manna vopnuðum bar­eflum hafi ráðist á sig við vatnið. Lög­regla segir að ekki sé vitað um meiðsl ung­linganna og að málið hafi verið leyst með að­komu for­eldra.

Í mið­bænum var einnig nokkuð um að vera hjá lög­reglunni í gær. Klukkan að verða sex um kvöld var maður í annar­legu á­standi hand­tekinn á ó­nefndum veitinga­stað. Hann var þá búinn að valda ein­hverjum skemmdum á staðnum. Maðurinn var vistaður í fanga­geymslu lög­reglu vegna á­stands síns.

Síðar um kvöldið var til­kynnt um rúðu­brot á bílum. Fyrst í bíla­kjallara í hverfi 103 klukkan 20:14 þar sem búið var að brjóta hliðar­rúður í tveimur bílum. Síðan á bíla­stæði í mið­bænum klukkan 20:23 þar sem búið var að brjóta aftur­rúðu á bif­reið.

Í nótt var einn maður hand­tekinn í mið­bænum, klukkan rúm­lega hálf tvö. Hann var ofur­ölvi, neitaði að gefa lög­reglu upp kenni­tölu sína, fór ekki að fyrir­mælum og hafði í hótunum við lög­reglu­menn að þeirra sögn. Hann var vistaður í fanga­geymslu í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.