Innlent

Sýna­töku­prófin segja ekki bara já eða nei

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Már Kristjánsson segir að öll próf í lækningum eigi það til að gefa óafgerandi niðurstöður.
Már Kristjánsson segir að öll próf í lækningum eigi það til að gefa óafgerandi niðurstöður. Stöð 2/Sigurjón

Það kemur fyrir að falskar já­kvæðar niður­stöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítala. Bæði getur verið um tækni­leg frá­vik að ræða en einnig að út komi „mjög ó­af­gerandi niður­stöður“ úr sýna­tökunni.

Greining sýna virkar nefni­lega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau inni­haldi kórónu­veiru. Már Kristjáns­son, yfir­­­læknir smit­­sjúk­­dóma­­deildar Land­­spítalans, út­skýrir málið fyrir Vísi en í fyrra­dag greindust bæði sjúk­lingur og starfs­maður á krabba­meins­deild spítalans með falskt já­kvætt sýni.

Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður

„Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annað­hvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið já­kvætt eða nei­kvætt,“ segir Már.

Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm

„Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf af­gerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent til­vika að niður­stöður rann­sókna eru af­gerandi að þá eru frá­vik þar sem að hlutir eru ekki ná­kvæm­lega svona.“

Hann segir það hafa hent í fyrra­dag. Þegar farið var yfir niður­stöður úr skimun á krabba­meins­deildinni hafi sjúk­lingur og starfs­maður „virst gefa já­kvæð svör“. Þau svör voru þó ekki af­gerandi og því var á­kveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust nei­kvæð.

„Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niður­stöðurnar verið mjög af­gerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar ein­stak­lingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frá­vik, sem við köllum lág já­kvæð sýni. Það er að segja að niður­stöðurnar verða mjög ó­af­gerandi hjá þeim,“ segir Már.

„Og svo ein­staka sinnum kemur það fyrir að það verða ein­hver tækni­leg frá­vik bara í keyrslunni að niður­staðan er þá ekki rétt,“ heldur hann á­fram.

Hann tekur fram að þetta séu al­ger undan­tekningar­til­vik; í 99 prósentum til­vika séu niður­stöður prófananna alveg á­byggi­legar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.