Innlent

Sjúk­lingur á krabba­­meins­­deild fékk falska niður­­­stöðu

Eiður Þór Árnason skrifar
Deildin er á Landspítalanum við Hringbraut.
Deildin er á Landspítalanum við Hringbraut. vísir/vilhelm

Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala sem greindust með Covid-19 í fyrradag eru lausir úr einangrun eftir að neikvæð niðurstaða kom úr seinni sýnatöku. 

Einnig eru sjúklingar og starfsmenn á deildinni sem talið var að hefðu verið útsettir fyrir smiti lausir úr sóttkví og vinnusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Ákveðið var að endurtaka prófin í ljósi þess að niðurstöður þeirra voru ekki afgerandi.

Níu inniliggjandi 

Níu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Hvorki voru innlagnir né útskriftir síðastliðinn sólarhring en einangrun var aflétt af áðurnefndum sjúklingi.

1.066 eru í eftirliti á Covid-göngudeild, þar af 132 börn. Þrír eru á rauðu en átján einstaklingar flokkast gulir. Átján starfsmenn eru í einangrun, 20 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru 120 starfsmenn. Þess er vænst að stór hópur starfsmanna losni úr vinnusóttkví eftir daginn í dag.


Tengdar fréttir

Sjúk­lingur á krabba­meins­deild er smitaður

Sjúk­lingur sem er inni­liggjandi á blóð- og krabba­meins­lækninga­deild 11EG á Land­spítalanum greindist ó­vænt með Co­vid-19 smit í gær. Tveir starfs­menn deildarinnar eru einnig smitaðir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.