„Við eigum að halda áfram að njóta góðs af því að vera vel bólusett“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2021 11:45 Bjarni Ben telur gagnrýni stjórnarandstöðunnar koma á undarlegum tíma. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir lítið meðalhóf felast í að ráðast í harðar aðgerðir á meðan lítill hluti bólusettra veikist alvarlega af Covid-19. Ljóst væri að án bólusetninga væri staðan allt önnur hér á landi. „Ef við værum óbólusett þjóð þá er auðvitað ljóst að við værum með miklu, miklu, miklu strangari takmarkanir á samkomum. Þannig að, í þeim skilningi erum við nú þegar að njóta góðs af því að vera komin með vel bólusetta þjóð, þó við ætlum að gera enn betur,“ sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áfram eigi að leggja áherslu á bólusetningar. Ef í ljós komi að þær sýni árangur í baráttunni gegn alvarlegum veikindum verði forsendur fyrir hörðum innanlandsaðgerðum ekki fyrir hendi. „Við eigum að halda áfram að njóta góðs af því að vera vel bólusett. Það væri ekkert meðalhóf í öðru.“ Hann telur þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar á afléttingar takmarkana í síðasta mánuði komi á undarlegum tíma. „Mér finnst þetta ódýrt, þegar menn koma á þessum tímapunkti, núna þegar í ljós kemur að bóluefnin geta ekki komið jafn vel í veg fyrir smit og við vorum að vonast til, þá finnst mér mjög ódýrt að koma núna og segja: „Þetta voru allt mistök og þetta sáum við allt fyrir.“ Þetta fólk hefði átt að segja þetta 1. júlí, að það hafi verið á móti því að við færum í afléttingar. Þá átti það að stíga fram og segja: „Hér er verið að taka skref sem við erum alfarið á móti, leggjumst gegn og teljum að verið sé að taka óverjandi áhættu.“ En það var ekki gert,“ sagði Bjarni. Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga. 27. júlí 2021 20:00 „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
„Ef við værum óbólusett þjóð þá er auðvitað ljóst að við værum með miklu, miklu, miklu strangari takmarkanir á samkomum. Þannig að, í þeim skilningi erum við nú þegar að njóta góðs af því að vera komin með vel bólusetta þjóð, þó við ætlum að gera enn betur,“ sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áfram eigi að leggja áherslu á bólusetningar. Ef í ljós komi að þær sýni árangur í baráttunni gegn alvarlegum veikindum verði forsendur fyrir hörðum innanlandsaðgerðum ekki fyrir hendi. „Við eigum að halda áfram að njóta góðs af því að vera vel bólusett. Það væri ekkert meðalhóf í öðru.“ Hann telur þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar á afléttingar takmarkana í síðasta mánuði komi á undarlegum tíma. „Mér finnst þetta ódýrt, þegar menn koma á þessum tímapunkti, núna þegar í ljós kemur að bóluefnin geta ekki komið jafn vel í veg fyrir smit og við vorum að vonast til, þá finnst mér mjög ódýrt að koma núna og segja: „Þetta voru allt mistök og þetta sáum við allt fyrir.“ Þetta fólk hefði átt að segja þetta 1. júlí, að það hafi verið á móti því að við færum í afléttingar. Þá átti það að stíga fram og segja: „Hér er verið að taka skref sem við erum alfarið á móti, leggjumst gegn og teljum að verið sé að taka óverjandi áhættu.“ En það var ekki gert,“ sagði Bjarni.
Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga. 27. júlí 2021 20:00 „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
„Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga. 27. júlí 2021 20:00
„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40
Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent