„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 16:40 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. Stóra spurningin sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé hvernig veikindi þeirra sem smitaðir eru af Covid-19 muni þróast á næstu vikum. „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum í nokkra daga áður en við tökum ákvörðun,“ segir Kári í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Klippa: Ólíklegt að sams konar aðgerðir séu rökréttar nú og áður Kári hefur í gegnum faraldurinn jafnan verið talsmaður umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana þegar nauðsyn hefur borið til. Eftir bólusetningar er þessi nauðsyn þó annars eðlis að hans mati. Hann vill slá hring utan um viðkvæma hópa á þessari stundu, en bíða með almennar aðgerðir á meðan ekki liggur fyrir að veikindin geti orðið töluverð hjá bólusettum. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ segir Kári. „Þeir aðilar sem tala núna eins og við séum komin með endanlegt svar er fólkið sem hélt því fram að við ættum ekki að vera að grípa til þessara aðgerða í fyrra. Þetta eru sömu raddirnar, raddir sem hafa heyrst svolítið innan úr stjórnarandstöðunni undanfarna daga, sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessum faraldursmálum. En staðreyndin er sú að eina stefnan sem getur talist skynsamleg er ósköp einfaldlega að lesa gögnin á hverjum degi og bregðast við þeim gögnum sem við sjáum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Stóra spurningin sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé hvernig veikindi þeirra sem smitaðir eru af Covid-19 muni þróast á næstu vikum. „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum í nokkra daga áður en við tökum ákvörðun,“ segir Kári í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Klippa: Ólíklegt að sams konar aðgerðir séu rökréttar nú og áður Kári hefur í gegnum faraldurinn jafnan verið talsmaður umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana þegar nauðsyn hefur borið til. Eftir bólusetningar er þessi nauðsyn þó annars eðlis að hans mati. Hann vill slá hring utan um viðkvæma hópa á þessari stundu, en bíða með almennar aðgerðir á meðan ekki liggur fyrir að veikindin geti orðið töluverð hjá bólusettum. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ segir Kári. „Þeir aðilar sem tala núna eins og við séum komin með endanlegt svar er fólkið sem hélt því fram að við ættum ekki að vera að grípa til þessara aðgerða í fyrra. Þetta eru sömu raddirnar, raddir sem hafa heyrst svolítið innan úr stjórnarandstöðunni undanfarna daga, sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessum faraldursmálum. En staðreyndin er sú að eina stefnan sem getur talist skynsamleg er ósköp einfaldlega að lesa gögnin á hverjum degi og bregðast við þeim gögnum sem við sjáum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum