Þakkaði mömmu sérstaklega eftir fyrsta leikinn með aðalliði FCK Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 13:15 Hákon Arnor Haraldsson samdi við FC København fyrir tveimur árum. getty/Lars Ronbog Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar Haraldsson lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FC København í gær. Hann þakkaði móður sinni eftir frumraunina. FCK vann 0-5 sigur á Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Danska liðið vann einvígið, 9-1 samanlagt. Hákon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir William Bøving sem var þá nýbúinn að koma FCK í 0-5. „Ég er bara ánægður að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir jafn stórt félag og FCK svo þetta er stór dagur,“ sagði hinn átján ára Hákon við heimasíðu FCK eftir leikinn í gær. En glad og stolt Hákon Arnar Haraldsson fik sin officielle debut i 2. halvleg af Torpedo-kampen #fcklive https://t.co/75EXXz3yUn— F.C. København (@FCKobenhavn) July 29, 2021 „Ég vissi ekki fyrirfram að ég myndi spila en þú vonast alltaf til þess þegar þú ert á bekknum og sem betur fer fékk ég tækifæri í dag. Ég skoraði en fékk gult spjald því það var búið að dæma. En það eyðilagði ekkert fyrir mér.“ Hákon þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn eftir leikinn. „Þetta hvetur mig áfram til að halda áfram að leggja mig allan fram á æfingum og ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér, fyrst og fremst fjölskyldunni og sérstaklega mömmu minni sem flutti til Kaupmannahafnar með mér,“ sagði Hákon. Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Mamma hans, Jónína Víglundsdóttir, átti farsælan feril með ÍA og var ein besta fótboltakona landsins á sínum tíma. Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var svo einn af máttarstólpunum í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á 10. áratug síðustu aldar. Foreldrar Hákons léku bæði fyrir landslið Íslands. Eldri bróðir Hákons er Tryggvi Hrafn, leikmaður Vals, sem hefur einnig leikið með A-landsliðinu og sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir FCK Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu. Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
FCK vann 0-5 sigur á Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Danska liðið vann einvígið, 9-1 samanlagt. Hákon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir William Bøving sem var þá nýbúinn að koma FCK í 0-5. „Ég er bara ánægður að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir jafn stórt félag og FCK svo þetta er stór dagur,“ sagði hinn átján ára Hákon við heimasíðu FCK eftir leikinn í gær. En glad og stolt Hákon Arnar Haraldsson fik sin officielle debut i 2. halvleg af Torpedo-kampen #fcklive https://t.co/75EXXz3yUn— F.C. København (@FCKobenhavn) July 29, 2021 „Ég vissi ekki fyrirfram að ég myndi spila en þú vonast alltaf til þess þegar þú ert á bekknum og sem betur fer fékk ég tækifæri í dag. Ég skoraði en fékk gult spjald því það var búið að dæma. En það eyðilagði ekkert fyrir mér.“ Hákon þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn eftir leikinn. „Þetta hvetur mig áfram til að halda áfram að leggja mig allan fram á æfingum og ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér, fyrst og fremst fjölskyldunni og sérstaklega mömmu minni sem flutti til Kaupmannahafnar með mér,“ sagði Hákon. Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Mamma hans, Jónína Víglundsdóttir, átti farsælan feril með ÍA og var ein besta fótboltakona landsins á sínum tíma. Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var svo einn af máttarstólpunum í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á 10. áratug síðustu aldar. Foreldrar Hákons léku bæði fyrir landslið Íslands. Eldri bróðir Hákons er Tryggvi Hrafn, leikmaður Vals, sem hefur einnig leikið með A-landsliðinu og sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir FCK Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu.
Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira