Stjörnufræðingar námu ljós fyrir aftan svarthol Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 22:30 Vísindamenn hafa í fyrsta sinn numið ljósbylgur í svartholi. Getty Stjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti numið ljós sem barst til þeirra hlémegins svarthols, á svæðinu fyrir aftan það. Uppgötvunin er talin staðfesting á lýsingum hinnar almennu afstæðiskenningu á því hvernig þyngdarkraftur sveigir ljós í kringum svarthol. Bjartir blossar röntgengeisla sáust fyrir aftan risavaxið svarthol í miðju vetrarbrautar um 800 milljón ljósára í burtu frá okkur. Vísindamenn voru að rannsaka fyrirbæri sem kallast rosabaugur þegar sjónaukinn nam ljósbylgjur. Bylgjurnar voru veikari, minni og öðru vísi á litin en björtu röntgenblossarnir sem fyrst voru numdir. Blossarnir sem urðu til í vetrabrautinni voru svo skærir, að röntgengeislunin virkaði eins og ljóskastari sem lýsti á gas sem myndar skífu í kringum svarthol, einnig á gasið á fyrir aftan svartholið, þann hluta sem sést ekki beint. Vegna þess að svartholið sveigir og beygir geiminn er hægt að sjá endurkastið af ljósblossunum sem átti sér stað hinumegin frá, hlémeginn. Í þetta skiptið tókst að mæla bergmálið af ljósi sem skall á gas fyrir aftan svartholið, samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi. Svartholið eru svo þungt að þau sveigja og beygja geiminn í kringum sig. Því má líkja við undinn þvottapokka. Ljósgeislar ferðast eftir sveigjunum eins og í linsu, svo það sem er fyrir aftan það getur birst okkur þótt svartholið byrgi okkur sýn, sé fyrir, að sögn Sævars Helga. Mælingarnar staðfesta lýsingar almennu afstæðiskenningarinnar á því hvernig þyngdarkrafturinn sveigir ljós í kringum svarthol. „Fyrir fimmtíu árum síðan, þegar stjörnufræðingar fóru að velta því fyrir sér hvernig segulsvið haga sér í nálægt svartholi höfðu þeir enga hugmynd um að einn daginn hefðum við tæknina til að sjá þetta og sjá afstæðiskenningu Einsteins með berum augum,“ segir Roger Blandford, einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindablaðinu Nature, og haft er eftir honum í frétt Guardian. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, auk þess að fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Geimurinn Vísindi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Bjartir blossar röntgengeisla sáust fyrir aftan risavaxið svarthol í miðju vetrarbrautar um 800 milljón ljósára í burtu frá okkur. Vísindamenn voru að rannsaka fyrirbæri sem kallast rosabaugur þegar sjónaukinn nam ljósbylgjur. Bylgjurnar voru veikari, minni og öðru vísi á litin en björtu röntgenblossarnir sem fyrst voru numdir. Blossarnir sem urðu til í vetrabrautinni voru svo skærir, að röntgengeislunin virkaði eins og ljóskastari sem lýsti á gas sem myndar skífu í kringum svarthol, einnig á gasið á fyrir aftan svartholið, þann hluta sem sést ekki beint. Vegna þess að svartholið sveigir og beygir geiminn er hægt að sjá endurkastið af ljósblossunum sem átti sér stað hinumegin frá, hlémeginn. Í þetta skiptið tókst að mæla bergmálið af ljósi sem skall á gas fyrir aftan svartholið, samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi. Svartholið eru svo þungt að þau sveigja og beygja geiminn í kringum sig. Því má líkja við undinn þvottapokka. Ljósgeislar ferðast eftir sveigjunum eins og í linsu, svo það sem er fyrir aftan það getur birst okkur þótt svartholið byrgi okkur sýn, sé fyrir, að sögn Sævars Helga. Mælingarnar staðfesta lýsingar almennu afstæðiskenningarinnar á því hvernig þyngdarkrafturinn sveigir ljós í kringum svarthol. „Fyrir fimmtíu árum síðan, þegar stjörnufræðingar fóru að velta því fyrir sér hvernig segulsvið haga sér í nálægt svartholi höfðu þeir enga hugmynd um að einn daginn hefðum við tæknina til að sjá þetta og sjá afstæðiskenningu Einsteins með berum augum,“ segir Roger Blandford, einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindablaðinu Nature, og haft er eftir honum í frétt Guardian. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, auk þess að fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira