Innlent

Loka­tölur: 122 greindust innan­lands

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Í gær greindust 122 en í fyrradag 123.
Í gær greindust 122 en í fyrradag 123. Vísir/Vilhelm

Alls greindust 122 með kórónuveiruna í gær. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu.

Þegar covid.is, síða Almannavarna og Landlæknis, var uppfærð í dag lá fyrir að 115 hefðu greinst, en ekki var búið að ljúka allri vinnu við sýni gærdagsins og því lá fyrir að tala smitaðra gæti enn hækkað.

Eftir það hafa sjö bæst í hóp þeirra sem greindust í gær. Um er að ræða næstmesta fjölda sem greinst hefur með veiruna hér á landi á einum degi, en í fyrradag greindust 123 innanlands. 

Þá greindust þrír á landamærunum, að sögn Hjördísar. 


Tengdar fréttir

Boða til upplýsingafundar á morgun

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00, fimmtudaginn 29. júlí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×