Innlent

Boða til upplýsingafundar á morgun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Víðir, Alma og Kamilla mæta á fundinn á morgun.
Víðir, Alma og Kamilla mæta á fundinn á morgun. Vísir/Sigurjón

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00, fimmtudaginn 29. júlí.

Á fundinum fara Kamilla S. Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi síðastliðna daga og vikur, en sams konar fundur var einnig haldin í gær.

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.

Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu.

Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er ekki enn búið að ljúka greiningu sýna. Getur fjöldi greindra smita því hækkað síðar í dag líkt og gerðist í gær.

Segir einnig í tilkynningu frá Almannavörnum að vegna fjölda smitaðra í samfélaginu hafi verið ákveðið að nýta fjarfundarbúnað á nýju á fundinum, þannig að fjölmiðlar munu sækja fundinn rafrænt, fremur en að senda fulltrúa í eigin persónu í Katrínartúni þar sem fundurinn fer fram.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.