Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2021 14:53 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítala. Vísir/baldur Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. Almannavörnum tókst þó ekki að ljúka úrvinnslu allra gagnanna í tæka tíð. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, bárust síðustu niðurstöður frá sýkla- og veirufræðideildinni skömmu fyrir miðnætti. Þónokkur úrvinnsla hafi því beðið starfsmanna þegar þeir mættu til vinnu í morgun. „Þessi tölfræðivinna tekur öll tíma. Þó við vitum sirka hversu margir sýktir eiga eftir að bætast við þá þarf að klára allskonar tæknilega og tölfræðilega vinnu áður en þetta er birt.“ Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær mætti eiga von á lokatölum. Vitað er að minnst 115 hafa greinst með Covid-19 innanlands í gær. Þarf því lítið að bætast við til að núverandi met faraldursins, 123 smit á einum degi, falli annan daginn í röð. Nálgast þolmörk Alls voru 5.400 Covid-sýni greind á sýkla- og veirufræðideildinni í gær sem nálgast nú þolmörk. „Við höfum áætlað að við getum náð að greina fjögur til fimm þúsund sýni á dag með þessum mannskap sem við erum með í sumar. Við náðum þarna 5.400 en það þýðir þá að fólk er að vinna lengri vinnudag en það er vant. Það er talsvert meira álag og gengur ekki þannig til lengdar. Við vonum að það þurfi ekki að kalla inn fólk úr sumarleyfi eða lengja vaktir,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar. Bilun sem kom upp í einu greiningatæki deildarinnar á sunnudag átti sinn þátt í því að lokatölur birtust seint í gær. Bilunin varð til þess að greining 400 til 600 sýna færðist yfir á mánudaginn. Sama dag leitaði metfjöldi í sýnatöku. „Það var eitthvað sambandsleysi milli tækisins og tölvukerfisins okkar sem tókst að gera við síðar á sunnudagskvöld,“ segir Karl. Hann segir að rými sé til að auka afkastagetu deildarinnar með núverandi tækjakosti en það kalli á að búnaðurinn sé keyrður lengur á hverjum sólarhring. Sýnum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna og hvert metið slegið á fætur öðru. Karl bætir við að ef sú fjölgun haldi áfram þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í fyrra greip deildin til þess ráðs að auka afkastagetu sína með því að sameina sýni og greina fimm í einu. Karl segir erfitt að gera það núna þar sem hlutfall jákvæðra sýna sé talsvert hærra. Lítill vinnusparnaður fylgi því að sameina sýni þegar svo sé þar sem starfsmenn þurfi endurgreina hvert og eitt sýni þegar sameinað sýni reynist jákvætt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Almannavörnum tókst þó ekki að ljúka úrvinnslu allra gagnanna í tæka tíð. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, bárust síðustu niðurstöður frá sýkla- og veirufræðideildinni skömmu fyrir miðnætti. Þónokkur úrvinnsla hafi því beðið starfsmanna þegar þeir mættu til vinnu í morgun. „Þessi tölfræðivinna tekur öll tíma. Þó við vitum sirka hversu margir sýktir eiga eftir að bætast við þá þarf að klára allskonar tæknilega og tölfræðilega vinnu áður en þetta er birt.“ Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær mætti eiga von á lokatölum. Vitað er að minnst 115 hafa greinst með Covid-19 innanlands í gær. Þarf því lítið að bætast við til að núverandi met faraldursins, 123 smit á einum degi, falli annan daginn í röð. Nálgast þolmörk Alls voru 5.400 Covid-sýni greind á sýkla- og veirufræðideildinni í gær sem nálgast nú þolmörk. „Við höfum áætlað að við getum náð að greina fjögur til fimm þúsund sýni á dag með þessum mannskap sem við erum með í sumar. Við náðum þarna 5.400 en það þýðir þá að fólk er að vinna lengri vinnudag en það er vant. Það er talsvert meira álag og gengur ekki þannig til lengdar. Við vonum að það þurfi ekki að kalla inn fólk úr sumarleyfi eða lengja vaktir,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar. Bilun sem kom upp í einu greiningatæki deildarinnar á sunnudag átti sinn þátt í því að lokatölur birtust seint í gær. Bilunin varð til þess að greining 400 til 600 sýna færðist yfir á mánudaginn. Sama dag leitaði metfjöldi í sýnatöku. „Það var eitthvað sambandsleysi milli tækisins og tölvukerfisins okkar sem tókst að gera við síðar á sunnudagskvöld,“ segir Karl. Hann segir að rými sé til að auka afkastagetu deildarinnar með núverandi tækjakosti en það kalli á að búnaðurinn sé keyrður lengur á hverjum sólarhring. Sýnum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna og hvert metið slegið á fætur öðru. Karl bætir við að ef sú fjölgun haldi áfram þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í fyrra greip deildin til þess ráðs að auka afkastagetu sína með því að sameina sýni og greina fimm í einu. Karl segir erfitt að gera það núna þar sem hlutfall jákvæðra sýna sé talsvert hærra. Lítill vinnusparnaður fylgi því að sameina sýni þegar svo sé þar sem starfsmenn þurfi endurgreina hvert og eitt sýni þegar sameinað sýni reynist jákvætt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44