Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2021 14:53 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítala. Vísir/baldur Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. Almannavörnum tókst þó ekki að ljúka úrvinnslu allra gagnanna í tæka tíð. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, bárust síðustu niðurstöður frá sýkla- og veirufræðideildinni skömmu fyrir miðnætti. Þónokkur úrvinnsla hafi því beðið starfsmanna þegar þeir mættu til vinnu í morgun. „Þessi tölfræðivinna tekur öll tíma. Þó við vitum sirka hversu margir sýktir eiga eftir að bætast við þá þarf að klára allskonar tæknilega og tölfræðilega vinnu áður en þetta er birt.“ Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær mætti eiga von á lokatölum. Vitað er að minnst 115 hafa greinst með Covid-19 innanlands í gær. Þarf því lítið að bætast við til að núverandi met faraldursins, 123 smit á einum degi, falli annan daginn í röð. Nálgast þolmörk Alls voru 5.400 Covid-sýni greind á sýkla- og veirufræðideildinni í gær sem nálgast nú þolmörk. „Við höfum áætlað að við getum náð að greina fjögur til fimm þúsund sýni á dag með þessum mannskap sem við erum með í sumar. Við náðum þarna 5.400 en það þýðir þá að fólk er að vinna lengri vinnudag en það er vant. Það er talsvert meira álag og gengur ekki þannig til lengdar. Við vonum að það þurfi ekki að kalla inn fólk úr sumarleyfi eða lengja vaktir,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar. Bilun sem kom upp í einu greiningatæki deildarinnar á sunnudag átti sinn þátt í því að lokatölur birtust seint í gær. Bilunin varð til þess að greining 400 til 600 sýna færðist yfir á mánudaginn. Sama dag leitaði metfjöldi í sýnatöku. „Það var eitthvað sambandsleysi milli tækisins og tölvukerfisins okkar sem tókst að gera við síðar á sunnudagskvöld,“ segir Karl. Hann segir að rými sé til að auka afkastagetu deildarinnar með núverandi tækjakosti en það kalli á að búnaðurinn sé keyrður lengur á hverjum sólarhring. Sýnum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna og hvert metið slegið á fætur öðru. Karl bætir við að ef sú fjölgun haldi áfram þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í fyrra greip deildin til þess ráðs að auka afkastagetu sína með því að sameina sýni og greina fimm í einu. Karl segir erfitt að gera það núna þar sem hlutfall jákvæðra sýna sé talsvert hærra. Lítill vinnusparnaður fylgi því að sameina sýni þegar svo sé þar sem starfsmenn þurfi endurgreina hvert og eitt sýni þegar sameinað sýni reynist jákvætt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Almannavörnum tókst þó ekki að ljúka úrvinnslu allra gagnanna í tæka tíð. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, bárust síðustu niðurstöður frá sýkla- og veirufræðideildinni skömmu fyrir miðnætti. Þónokkur úrvinnsla hafi því beðið starfsmanna þegar þeir mættu til vinnu í morgun. „Þessi tölfræðivinna tekur öll tíma. Þó við vitum sirka hversu margir sýktir eiga eftir að bætast við þá þarf að klára allskonar tæknilega og tölfræðilega vinnu áður en þetta er birt.“ Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær mætti eiga von á lokatölum. Vitað er að minnst 115 hafa greinst með Covid-19 innanlands í gær. Þarf því lítið að bætast við til að núverandi met faraldursins, 123 smit á einum degi, falli annan daginn í röð. Nálgast þolmörk Alls voru 5.400 Covid-sýni greind á sýkla- og veirufræðideildinni í gær sem nálgast nú þolmörk. „Við höfum áætlað að við getum náð að greina fjögur til fimm þúsund sýni á dag með þessum mannskap sem við erum með í sumar. Við náðum þarna 5.400 en það þýðir þá að fólk er að vinna lengri vinnudag en það er vant. Það er talsvert meira álag og gengur ekki þannig til lengdar. Við vonum að það þurfi ekki að kalla inn fólk úr sumarleyfi eða lengja vaktir,“ segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar. Bilun sem kom upp í einu greiningatæki deildarinnar á sunnudag átti sinn þátt í því að lokatölur birtust seint í gær. Bilunin varð til þess að greining 400 til 600 sýna færðist yfir á mánudaginn. Sama dag leitaði metfjöldi í sýnatöku. „Það var eitthvað sambandsleysi milli tækisins og tölvukerfisins okkar sem tókst að gera við síðar á sunnudagskvöld,“ segir Karl. Hann segir að rými sé til að auka afkastagetu deildarinnar með núverandi tækjakosti en það kalli á að búnaðurinn sé keyrður lengur á hverjum sólarhring. Sýnum hefur fjölgað hratt síðustu vikuna og hvert metið slegið á fætur öðru. Karl bætir við að ef sú fjölgun haldi áfram þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í fyrra greip deildin til þess ráðs að auka afkastagetu sína með því að sameina sýni og greina fimm í einu. Karl segir erfitt að gera það núna þar sem hlutfall jákvæðra sýna sé talsvert hærra. Lítill vinnusparnaður fylgi því að sameina sýni þegar svo sé þar sem starfsmenn þurfi endurgreina hvert og eitt sýni þegar sameinað sýni reynist jákvætt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44