„Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2021 11:50 Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Vísir/Einar Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. Yfir 200 manns eru nú í einangrun í farsóttarhúsi og hátt í 50 í sóttkví. Þá eru 150 ferðamenn í skimunarsóttkví, en það eru óbólusettir ferðamenn sem farið hafa í skimun á landamærum og þurfa að sæta nokkurra daga sóttkví áður en þeir geta farið ferða sinna um landið. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir þann hóp gera starfið erfiðara en ella.„Það er svona sá hópur sem er svolítið að gera okkur erfitt fyrir, vegna þess að við erum að verða plásslaus fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Þannig að nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur, til þess að losa um plássið.“ Gylfi Þór segir hvaða hótel geta tekið við umræddum gestum, að uppfylltum nokkrum skilyrðum frá ferðamálastofu. Margir ferðamenn kjósi hins vegar dvöl á farsóttarhúsi til að losna við að borga fyrir hóteldvöl. „Nú er alveg spurning hvort að ríkisstjórnin taki sig ekki til og leggi það úrræði bara niður, þannig að við getum einbeitt okkur að þeim sem þurfa að vera í sóttkví eða einangrun.“ Gengur hægt en gengur þó Gylfi Þór segir að erfiðlega hafi gengið að manna í störf á farsóttarhúsunum. Starfið gangi, en mikið álag sé á starfsfólki. „Við erum að reyna að bæta við fólki eins hratt og við mögulega getum. Það er kannski ekki auðvelt heldur, að finna fólk á miðju sumri. Fólk er í sumarleyfum sínum og aðrir líta svo á að það sé stutt í að þeir byrji í skóla, þannig að það taki þessu ekki. Það gengur hægar en við vorum að vona, en gengur þó,“ segir Gylfi Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Sjá meira
Yfir 200 manns eru nú í einangrun í farsóttarhúsi og hátt í 50 í sóttkví. Þá eru 150 ferðamenn í skimunarsóttkví, en það eru óbólusettir ferðamenn sem farið hafa í skimun á landamærum og þurfa að sæta nokkurra daga sóttkví áður en þeir geta farið ferða sinna um landið. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir þann hóp gera starfið erfiðara en ella.„Það er svona sá hópur sem er svolítið að gera okkur erfitt fyrir, vegna þess að við erum að verða plásslaus fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Þannig að nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur, til þess að losa um plássið.“ Gylfi Þór segir hvaða hótel geta tekið við umræddum gestum, að uppfylltum nokkrum skilyrðum frá ferðamálastofu. Margir ferðamenn kjósi hins vegar dvöl á farsóttarhúsi til að losna við að borga fyrir hóteldvöl. „Nú er alveg spurning hvort að ríkisstjórnin taki sig ekki til og leggi það úrræði bara niður, þannig að við getum einbeitt okkur að þeim sem þurfa að vera í sóttkví eða einangrun.“ Gengur hægt en gengur þó Gylfi Þór segir að erfiðlega hafi gengið að manna í störf á farsóttarhúsunum. Starfið gangi, en mikið álag sé á starfsfólki. „Við erum að reyna að bæta við fólki eins hratt og við mögulega getum. Það er kannski ekki auðvelt heldur, að finna fólk á miðju sumri. Fólk er í sumarleyfum sínum og aðrir líta svo á að það sé stutt í að þeir byrji í skóla, þannig að það taki þessu ekki. Það gengur hægar en við vorum að vona, en gengur þó,“ segir Gylfi Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Sjá meira
Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44