Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2021 11:12 Enginn kemst um borð hjá Play á neikvæðs prófs. Arnar Halldórsson Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. Í tilkynningu frá Play segir að ákvörðunin sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Gildir líka um Íslendinga þrátt fyrir undanþágu í reglugerð Í reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna Covid-19 í millilandaflugi segir að flugrekendum sé skylt að kanna hvort farþegar séu með vottorð upp á neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni. Tekið er fram að skyldan eigi ekki við farþega sem eru íslenskir ríkisborgarar. Play hefur samt sem áður ákveðið að krefja alla farþega um vottorð um neikvæða niðustöðu skimunar. „Þetta er bara fortakslaust hjá okkur núna, þú ferð ekki um borð hjá okkur nema að framvísa vottorði um neikvætt próf,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við Vísi. Í tilkynningunni segir að með þessari tilhögun sé Play ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála Play þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra. Jafnframt er það mat Play að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar Covid-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem eru óbólusettir að framvísa niðurstöðu úr PCR prófi en bólusettum og fólki með fyrri sýkingu dugar að framvísa niðurstöðu svokallaðs antigen hraðprófs. Þeir sem ekki hlýða fá nýtt flug á kostnað Play Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi. Samkvæmt upplýsingum frá Play er einungis flogið frá Barcelona á fimm daga fresti. Því gætu farþegar félagsins lent í því að sitja fastir í Barcelona í fimm daga, framvísi þeir ekki neikvæðu prófi við innritun. Flug frá öðrum áfangastöðum félagsins eru tíðari og kyrrseta því styttri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Ferðalög Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Í tilkynningu frá Play segir að ákvörðunin sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Gildir líka um Íslendinga þrátt fyrir undanþágu í reglugerð Í reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna Covid-19 í millilandaflugi segir að flugrekendum sé skylt að kanna hvort farþegar séu með vottorð upp á neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni. Tekið er fram að skyldan eigi ekki við farþega sem eru íslenskir ríkisborgarar. Play hefur samt sem áður ákveðið að krefja alla farþega um vottorð um neikvæða niðustöðu skimunar. „Þetta er bara fortakslaust hjá okkur núna, þú ferð ekki um borð hjá okkur nema að framvísa vottorði um neikvætt próf,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við Vísi. Í tilkynningunni segir að með þessari tilhögun sé Play ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála Play þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra. Jafnframt er það mat Play að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar Covid-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem eru óbólusettir að framvísa niðurstöðu úr PCR prófi en bólusettum og fólki með fyrri sýkingu dugar að framvísa niðurstöðu svokallaðs antigen hraðprófs. Þeir sem ekki hlýða fá nýtt flug á kostnað Play Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi. Samkvæmt upplýsingum frá Play er einungis flogið frá Barcelona á fimm daga fresti. Því gætu farþegar félagsins lent í því að sitja fastir í Barcelona í fimm daga, framvísi þeir ekki neikvæðu prófi við innritun. Flug frá öðrum áfangastöðum félagsins eru tíðari og kyrrseta því styttri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Ferðalög Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira