Hafnaði Real Madrid því hann elskar Juventus Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 23:00 Allegri fagnar einum af fimm ítölskum meistaratitlum sínum hjá Juventus. Valerio Pennicino/Getty Images Massimiliano Allegri sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Juventus í dag. Allegri er að taka við Juventus í annað sinn en hann hafnaði starfi hjá Real Madrid fyrir starf hjá þeim svarthvítu. Allegri tók við Juventus sumarið 2014 eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið til að taka við ítalska landsliðinu. Hann stýrði liðinu í fimm tímabil og vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin auk þess að vinna fjóra bikartitla. Honum tókst hins vegar ekki að skila stærsta bikarnum í hús, Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að komast nærri því tvisvar og hljóta silfur 2015 og 2017 var Allegri látinn fara sumarið 2019 þar sem Juventus virtist vera að fjarlægjast það markmið. Allegri hefur verið án starfs síðan og hefur Juventus verið undir stjórn tveggja þjálfara Maurizio Sarri á þarsíðustu leiktíð og Andrea Pirlo í fyrra. Sarri var látinn fara þrátt fyrir að vinna deildina á sínu fyrsta ári en Pirlo mistókst það eftir að Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð, er Inter Milan varð meistari í vor. Nú er Allegri snúinn aftur til félagsins en vill lítið láta uppi um Meistaradeildardrauginn. „Allir vilja vinna Meistaradeildina. Það þarf margt að smella til að takast það. Fyrsta markmiðið er að fara upp úr riðlinum.“ sagði Allegri í dag. Allegri kveðst hafa hafnað stóru tilboði til að taka við Juventus, og segist hafa hafnað Real Madrid í tvígang. Landi hans Carlo Ancelotti tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar eftir að Allegri hafði afþakkað starfið. „Sagði ég tvisvar nei við Real Madrid? Segjum já, sérstaklega í ár. Ég þarf að þakka forsetanum [Florentino Pérez]. Ég mat stöðuna og valdi Juventus. Það sýnir ást mína á félaginu sem hefur gefið mér svo mikið. Ég hef mikla trú á þessu liði, sem ég nýt mjög að stýra,“ sagði Allegri. Ítalski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Allegri tók við Juventus sumarið 2014 eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið til að taka við ítalska landsliðinu. Hann stýrði liðinu í fimm tímabil og vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin auk þess að vinna fjóra bikartitla. Honum tókst hins vegar ekki að skila stærsta bikarnum í hús, Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að komast nærri því tvisvar og hljóta silfur 2015 og 2017 var Allegri látinn fara sumarið 2019 þar sem Juventus virtist vera að fjarlægjast það markmið. Allegri hefur verið án starfs síðan og hefur Juventus verið undir stjórn tveggja þjálfara Maurizio Sarri á þarsíðustu leiktíð og Andrea Pirlo í fyrra. Sarri var látinn fara þrátt fyrir að vinna deildina á sínu fyrsta ári en Pirlo mistókst það eftir að Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð, er Inter Milan varð meistari í vor. Nú er Allegri snúinn aftur til félagsins en vill lítið láta uppi um Meistaradeildardrauginn. „Allir vilja vinna Meistaradeildina. Það þarf margt að smella til að takast það. Fyrsta markmiðið er að fara upp úr riðlinum.“ sagði Allegri í dag. Allegri kveðst hafa hafnað stóru tilboði til að taka við Juventus, og segist hafa hafnað Real Madrid í tvígang. Landi hans Carlo Ancelotti tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar eftir að Allegri hafði afþakkað starfið. „Sagði ég tvisvar nei við Real Madrid? Segjum já, sérstaklega í ár. Ég þarf að þakka forsetanum [Florentino Pérez]. Ég mat stöðuna og valdi Juventus. Það sýnir ást mína á félaginu sem hefur gefið mér svo mikið. Ég hef mikla trú á þessu liði, sem ég nýt mjög að stýra,“ sagði Allegri.
Ítalski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira