Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Snorri Másson skrifar 25. júlí 2021 13:55 Gunnar Smári Egilsson segir að rekin hafi verið sóttvarnarstefna gegn vilja þjóðarinnar. Ríkisstjórnin læri ekki af mistökum sínum. Stöð 2 Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. Gunnar Smári segir að ríkisstjórnin hafi valið að láta frekar undan kröfum eigenda stórra fyrirtækja í ferðaþjónustunni og um leið veikt varnirnar á landamærunum. Því hafi veiran ítrekað sloppið inn með tilheyrandi nýjum bylgjum innanlands. „Almenningur hefði miklu fremur viljað halda uppi sóttvörnum á landamærum og fá að halda Þjóðhátíð í Eyjum, Druslugöngu, Menningarnótt og Gleðigöngu,“ skrifar Gunnar Smári í grein á Vísi í dag. „Allur meginþorri almennings kýs að fá að lifa frjálsu lífi innan samfélagsins og taka á sig sóttkví ef hann þarf að ferðast til útlanda. Þau sem vilja kalla takmarkanir á daglegt líf og ófrelsi yfir almenning, veikindi og jafnvel dauða, til þess eins að hingað komi ferðamenn einhverjum misserum fyrr en ella, eru algjör minnihluti landsmanna,“ skrifar Gunnar. Gunnar Smári segir að ríkisstjórnin tilheyri þessum minnihluta. Hann heldur því fram að vegna misráðinnar stefnu stjórnvalda hafi Íslendingar fengið einn takmarkalausan mánuð síðan farsóttin hófst, á meðan Nýsjálendingar hafi notið slíks frelsis í um 70% tímans sem liðinn er frá upphafi faraldurs. Þar sé enda farið að vilja almennings, enda ekki eigenda ferðaþjónustufyrirtækja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á að biðja þjóðina afsökunar Í dag eru 500 dagar síðan að fyrst voru settar á samkomutakmarkanir á Íslandi vegna kórónafaraldursins. Og þetta er líka fyrsti dagurinn í nýjum takmörkunum. 25. júlí 2021 07:30 Örtröð á Keflavíkurflugvelli í morgun Fullt var út úr dyrum og gott betur en það á Keflavíkurflugvelli í morgun. Sextán flugvélar hófu sig á loft fyrir klukkan níu í morgun og 34 vélar til viðbótar fljúga utan síðar í dag. 24. júlí 2021 09:29 Segir hagsmuni ferðaþjónustunnar líka hagsmuni þjóðarinnar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að tilkynnt var að bólusettir ferðamenn yrðu krafðir um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Hagsmunir ferðaþjónustunnar séu ekki aðeins hennar, heldur þjóðarinnar allrar. 20. júlí 2021 08:48 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Gunnar Smári segir að ríkisstjórnin hafi valið að láta frekar undan kröfum eigenda stórra fyrirtækja í ferðaþjónustunni og um leið veikt varnirnar á landamærunum. Því hafi veiran ítrekað sloppið inn með tilheyrandi nýjum bylgjum innanlands. „Almenningur hefði miklu fremur viljað halda uppi sóttvörnum á landamærum og fá að halda Þjóðhátíð í Eyjum, Druslugöngu, Menningarnótt og Gleðigöngu,“ skrifar Gunnar Smári í grein á Vísi í dag. „Allur meginþorri almennings kýs að fá að lifa frjálsu lífi innan samfélagsins og taka á sig sóttkví ef hann þarf að ferðast til útlanda. Þau sem vilja kalla takmarkanir á daglegt líf og ófrelsi yfir almenning, veikindi og jafnvel dauða, til þess eins að hingað komi ferðamenn einhverjum misserum fyrr en ella, eru algjör minnihluti landsmanna,“ skrifar Gunnar. Gunnar Smári segir að ríkisstjórnin tilheyri þessum minnihluta. Hann heldur því fram að vegna misráðinnar stefnu stjórnvalda hafi Íslendingar fengið einn takmarkalausan mánuð síðan farsóttin hófst, á meðan Nýsjálendingar hafi notið slíks frelsis í um 70% tímans sem liðinn er frá upphafi faraldurs. Þar sé enda farið að vilja almennings, enda ekki eigenda ferðaþjónustufyrirtækja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á að biðja þjóðina afsökunar Í dag eru 500 dagar síðan að fyrst voru settar á samkomutakmarkanir á Íslandi vegna kórónafaraldursins. Og þetta er líka fyrsti dagurinn í nýjum takmörkunum. 25. júlí 2021 07:30 Örtröð á Keflavíkurflugvelli í morgun Fullt var út úr dyrum og gott betur en það á Keflavíkurflugvelli í morgun. Sextán flugvélar hófu sig á loft fyrir klukkan níu í morgun og 34 vélar til viðbótar fljúga utan síðar í dag. 24. júlí 2021 09:29 Segir hagsmuni ferðaþjónustunnar líka hagsmuni þjóðarinnar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að tilkynnt var að bólusettir ferðamenn yrðu krafðir um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Hagsmunir ferðaþjónustunnar séu ekki aðeins hennar, heldur þjóðarinnar allrar. 20. júlí 2021 08:48 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Ríkisstjórnin á að biðja þjóðina afsökunar Í dag eru 500 dagar síðan að fyrst voru settar á samkomutakmarkanir á Íslandi vegna kórónafaraldursins. Og þetta er líka fyrsti dagurinn í nýjum takmörkunum. 25. júlí 2021 07:30
Örtröð á Keflavíkurflugvelli í morgun Fullt var út úr dyrum og gott betur en það á Keflavíkurflugvelli í morgun. Sextán flugvélar hófu sig á loft fyrir klukkan níu í morgun og 34 vélar til viðbótar fljúga utan síðar í dag. 24. júlí 2021 09:29
Segir hagsmuni ferðaþjónustunnar líka hagsmuni þjóðarinnar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að tilkynnt var að bólusettir ferðamenn yrðu krafðir um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Hagsmunir ferðaþjónustunnar séu ekki aðeins hennar, heldur þjóðarinnar allrar. 20. júlí 2021 08:48