Íslenski boltinn

Skoraði af 58,8 metra færi í gær: Þetta var eitthvað sem menn voru búnir að ræða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Haurits lætur hér vaða á markið af 58,8 metra færi og skömmu síðar lá boltinn í marki Víkinga.
Oliver Haurits lætur hér vaða á markið af 58,8 metra færi og skömmu síðar lá boltinn í marki Víkinga. Stöð 2 Sport

Stjörnumaðurinn Oliver Haurits opnaði markareikning sinn á Íslandi með mögnuðu marki í Víkinni í gærkvöldi. Pepsi Max Stúkna ræddi markið sérstaklega.

Magnað mark Oliver Haurits dugði ekki Stjörnumönnum til að fara heim með stig úr Víkinni en það kemur sterklega til greina sem eitt af mörkum tímabilsins.

Pepsi Max Stúkan fór yfir markið eftir leikinn í gær og mældi það meðal annars hversu langt Oliver Haurits var frá marki Víkinga þegar hann lét vaða á markið.

„Síðan fer hann og fagnar þessu með þjálfarateyminu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni.

Reynir Leósson, hinn sérfræðingur kvöldsins skaut þá inn í: „Mér sýnist hann fagna þessu með varamarkverðinum. Þeir hafa verið búnir að ræða þetta,“ sagði Reynir.

„Ég ætla að spá því að þetta hafi verið eitthvað sem menn hafi verið búnir að ræða. Menn fagna svona þegar menn eru búnir að sjá eitthvað svona,“ sagði Þorkell Máni.

Eftir mælingu kom í ljós að markið var skorað af 58,8 metra færi.

Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu líka glæsimark Birkis Más Sævarssonar í sigri Vals á HK í Kórnum.

„Þetta mark hjá Birki og markið hjá Andra Adolps, þetta eru stórkostleg mörk,“ sagði Reynir.

„Mér myndi ekki takast þetta í þúsund tilraunum,“ sagði Þorkell Máni um viðstöðulausa skotið hans Birkis Más.

Hér fyrir neðan má sjá þessi þrjú mörk og hvað strákarnir í Pepsi Max Stúkunni sögðu um þau.

Klippa: Pepsi Max Stúkan: Glæsimörk í Víkinni og í KórnumFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.