Innlent

Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.
Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill

Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar.

„Staðan er bara mjög erfið. Það eru hundrað og þrjátíu í einangrun hjá okkur núna og húsin orðin full,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna.

RÚV greindi fyrst frá.

Stefnt er að því að opna Hótel Baron í kvöld en það gæti reynst erfitt þar sem það sárvantar starfsfólk. 

Erfitt að fá fólk

Hann segir að það virðist erfiðara að fá starfsfólk nú en áður.

„Já það virðist vera. Okkur hefur vanalega gengið vel en núna er fólk í sínum sumarfríum og kannski erfitt að ráða fólk í vinnu sem er bara í mánuð eða svo. Það eru einhverjar umsóknir farnar að berast og svo einhverjir sjálfboðaliðar.“

Fólk í biðstöðu

Hann á von á því að Hótel Baron fyllist einnig fljótt.

„Margir þurfa að komast að hjá okkur og á næstum dögum þá fyllist þetta hús líka.“

Hvað gera smitaðir þá núna? Bíða þeir bara heima hjá sér?

„Já fólk er bara í biðstöðu.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.