Átökin komu Fjólu í opna skjöldu Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2021 20:32 Fjóla Hrund Björnsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson tókust á um oddvitasætið í Reykjavík suður. Samsett „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. Í kvöld varð ljóst að Fjóla hafi haft betur gegn Þorsteini Sæmundssyni í ráðgefandi oddvitakjöri Miðflokksins í Reykjavík suður með 58% atkvæða gegn 42%. Skákaði hún þar með sitjandi þingmanni og oddvita listans sem sóttist hart eftir því að halda oddvitasætinu. Það var skiljanlega gott í henni hljóðið þegar fréttastofa náði af henni tali um klukkustund eftir að tilkynnt var um niðurstöðurnar. Þorsteinn hefur ekki gefið kost á viðtali í kvöld en hann er nú eini þingmaður Miðflokksins úr kjördæminu. Nýlegar kannanir benda til að flokkurinn eigi á hættu að missa sætið í komandi kosningum. Fjóla segist þó vera nokkuð bjartsýn á þingsæti og stefnan sé að gera sitt besta til að berjast fyrir stól inn á hinu háa Alþingi. Ef marka má nýjustu kannanir gæti þingmönnum Miðflokksins fækkað úr níu í þrjá eftir næstu kosningar. Vísir/vilhelm Ólga innan flokksins Leið Fjólu að oddvitasætinu var ekki alltaf greið en stjórn Miðflokksins í Reykjavík boðaði nýverið til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista var óvænt felld á félagsfundi. Nefndin lagði til að Fjóla myndi taka við oddvitasætinu af Þorsteini. Samkvæmt heimildum Vísis brást þingmaðurinn illa við þessari tillögu og var hún að endingu felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Fjóla segir að átökin innan flokksins hafi komið henni í opna skjöldu. „Ég hélt að það væri sátt um þetta en svo kom annað í ljós þegar fundurinn var haldinn. Svo fer bara þessi atburðarás í gang að það var boðað til oddvitaprófkjörs og þetta gerðist allt rosalega hratt.“ „Það er rosalega óvanalegt að listi sé felldur þannig að þetta svolítið á óvart,“ bætir Fjóla við. Slíkar tillögur séu alla jafna ekki lagðar fram nema með stuðningi flokksforystunnar. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystuna Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar. Meðal annars hafi verið horft til þess að Þorsteinn væri kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og settu áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Greinilegt er að mikill áhugi er fyrir toppbáráttunni en 90% kjörsókn var í oddvitakjörinu sem telst heldur mikið í slíku flokkskjöri. Starfað í stjórnmálum í átta ár Hin 33 ára Fjóla er alls ekki blaut á bak við eyrun þegar kemur að pólitíkinni og hefur starfað í stjórnmálum allt frá árinu 2013, þar af í tæp þrjú ár innan Miðflokksins. Áður en hún gekk til liðs við flokkinn vann Fjóla fyrir Framsóknarflokkinn og var varaþingmaður hans í um þrjú ár eftir langt starf í ungliðahreyfingunni. Fjóla bindur nú vonir við að geta bætt titlinum þingmaður við ferilskránna. „Þetta leggst rosalega vel í mig að það eru spennandi tímar fram undan.“ Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, bar sigur úr býtum í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og skákaði þar með Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni flokksins. 24. júlí 2021 17:50 Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45 Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Í kvöld varð ljóst að Fjóla hafi haft betur gegn Þorsteini Sæmundssyni í ráðgefandi oddvitakjöri Miðflokksins í Reykjavík suður með 58% atkvæða gegn 42%. Skákaði hún þar með sitjandi þingmanni og oddvita listans sem sóttist hart eftir því að halda oddvitasætinu. Það var skiljanlega gott í henni hljóðið þegar fréttastofa náði af henni tali um klukkustund eftir að tilkynnt var um niðurstöðurnar. Þorsteinn hefur ekki gefið kost á viðtali í kvöld en hann er nú eini þingmaður Miðflokksins úr kjördæminu. Nýlegar kannanir benda til að flokkurinn eigi á hættu að missa sætið í komandi kosningum. Fjóla segist þó vera nokkuð bjartsýn á þingsæti og stefnan sé að gera sitt besta til að berjast fyrir stól inn á hinu háa Alþingi. Ef marka má nýjustu kannanir gæti þingmönnum Miðflokksins fækkað úr níu í þrjá eftir næstu kosningar. Vísir/vilhelm Ólga innan flokksins Leið Fjólu að oddvitasætinu var ekki alltaf greið en stjórn Miðflokksins í Reykjavík boðaði nýverið til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista var óvænt felld á félagsfundi. Nefndin lagði til að Fjóla myndi taka við oddvitasætinu af Þorsteini. Samkvæmt heimildum Vísis brást þingmaðurinn illa við þessari tillögu og var hún að endingu felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Fjóla segir að átökin innan flokksins hafi komið henni í opna skjöldu. „Ég hélt að það væri sátt um þetta en svo kom annað í ljós þegar fundurinn var haldinn. Svo fer bara þessi atburðarás í gang að það var boðað til oddvitaprófkjörs og þetta gerðist allt rosalega hratt.“ „Það er rosalega óvanalegt að listi sé felldur þannig að þetta svolítið á óvart,“ bætir Fjóla við. Slíkar tillögur séu alla jafna ekki lagðar fram nema með stuðningi flokksforystunnar. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystuna Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar. Meðal annars hafi verið horft til þess að Þorsteinn væri kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og settu áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Greinilegt er að mikill áhugi er fyrir toppbáráttunni en 90% kjörsókn var í oddvitakjörinu sem telst heldur mikið í slíku flokkskjöri. Starfað í stjórnmálum í átta ár Hin 33 ára Fjóla er alls ekki blaut á bak við eyrun þegar kemur að pólitíkinni og hefur starfað í stjórnmálum allt frá árinu 2013, þar af í tæp þrjú ár innan Miðflokksins. Áður en hún gekk til liðs við flokkinn vann Fjóla fyrir Framsóknarflokkinn og var varaþingmaður hans í um þrjú ár eftir langt starf í ungliðahreyfingunni. Fjóla bindur nú vonir við að geta bætt titlinum þingmaður við ferilskránna. „Þetta leggst rosalega vel í mig að það eru spennandi tímar fram undan.“
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, bar sigur úr býtum í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og skákaði þar með Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni flokksins. 24. júlí 2021 17:50 Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45 Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, bar sigur úr býtum í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og skákaði þar með Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni flokksins. 24. júlí 2021 17:50
Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45
Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent