Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2021 17:50 Átök hafa verið um oddvitasætið á lista flokksins í Reykjavík suður. Samsett Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, bar sigur úr býtum í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og skákaði þar með Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni flokksins. Oddvitakjör Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður hófst í gær og lauk kosningu klukkan 17 í dag. Fjóla Hrund hlaut 58% atkvæða og Þorsteinn 42% atkvæða en þau gáfu ein kost á sér sem oddvitar listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. Stjórn Miðflokksins í Reykjavík tók á dögunum ákvörðun um að boða til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi þann 15. júlí. Tillagan gekk út á það að efsta sæti myndi Fjóla Hrund skipa í stað Þorsteins. Viðbrögðin komu flatt upp á forystu flokksins Samkvæmt heimildum Vísis brást Þorsteinn illa við þessum hugmyndum og gekk í að smala samherjum sínum á félagsfundinn. Var tillagan felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar en til þess er meðal annars litið að Þorsteinn sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og hafa sett áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Kjörsókn í oddvitakjörinu var 90%, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Niðurstöðurnar hafa verið sendar til uppstillingarnefndar kjördæmisins sem mun leggja fram framboðslista til samþykktar á félagsfundi Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður næstkomandi mánudag. Kosið verður um listann bæði rafrænt og á fundinum sjálfum. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Oddvitakjör Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður hófst í gær og lauk kosningu klukkan 17 í dag. Fjóla Hrund hlaut 58% atkvæða og Þorsteinn 42% atkvæða en þau gáfu ein kost á sér sem oddvitar listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. Stjórn Miðflokksins í Reykjavík tók á dögunum ákvörðun um að boða til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi þann 15. júlí. Tillagan gekk út á það að efsta sæti myndi Fjóla Hrund skipa í stað Þorsteins. Viðbrögðin komu flatt upp á forystu flokksins Samkvæmt heimildum Vísis brást Þorsteinn illa við þessum hugmyndum og gekk í að smala samherjum sínum á félagsfundinn. Var tillagan felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar en til þess er meðal annars litið að Þorsteinn sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og hafa sett áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Kjörsókn í oddvitakjörinu var 90%, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Niðurstöðurnar hafa verið sendar til uppstillingarnefndar kjördæmisins sem mun leggja fram framboðslista til samþykktar á félagsfundi Miðflokksfélags Reykjavíkurkjördæmis suður næstkomandi mánudag. Kosið verður um listann bæði rafrænt og á fundinum sjálfum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36
Miðflokkurinn boðar oddvitakjör í Reykjavík Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. 18. júlí 2021 11:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent