Sérsveitin þvingaði bíl út af vegi undir Esju Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2021 14:17 Mikið gengur á undir Esjunni núna og hafa umferðartafir skapast á Vesturlandsvegi en lögreglu tókst eftir eftirför að stöðva bíl þar nú rétt í þessu. aðsend Lögreglan veitti mönnum eftirför allt frá Norðlingaholti og upp í Kjalarnes síðdegis í dag. Tveir voru handteknir vegna málsins. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í Árbæ. Lögregla hafi farið á vettvang og þá hafi upphafist eftirför í gegnum Grafarvog, áleiðis upp í Mosfellsbæ og hún loks endað á Kjalarnesi. Eins og áður segir voru tveir handteknir og vistaðir í þágu rannsóknar. „Brotaflokkar eru m.a. líkamsárás, akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna, umferðarlagabrot ofl. Rannsókn málsins á frumstigi og í raun ekkert frekar til frásagnar að svö stöddu,“ segir lögregla í tilkynningu. Upphaflega fréttin: Mikið tilstand er á Vesturlandsvegi þessa stundina en svo virðist sem sérsveitin hafi þvingað bíl út af veginum á Kjalarnesi. Þetta hefur ekki farið fram hjá vegfarendum sem hafa komið ábendingum á framfæri við fréttastofu. Vísi tókst að ná tali af Elínu Agnesi Kristínardóttur aðstoðaryfirlögregluþjóni nú rétt í þessu og hún staðfesti að um hefði verið að ræða eftirför. „Við erum rétt að ná utan um þetta. Þetta var bara að gerast í þessum töluðu orðum og í framhaldinu tekur við rannsókn. Þannig að við getum ekki tjáð okkur meira í bili.“ Að sögn Elínar hafði lögreglan veitt manni eða mönnum eftirför allt frá Norðlingaholtinu allt upp á Kjalarnesi þar sem tókst að stöðva bílinn. Sjónarvottur greinir frá því að hann hafi séð þrjá lögreglubíla bruna yfir Gullinbrú fyrir um hálftíma. Og annar greinir frá því að tekist hafi að stöðva hvítan bíl úti í vegarkanti á Kjalarnesi, við afleggjarann frá Ármóti á leið úr borginni. Hafa hlotist verulegar umferðartafir af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglu tókst að neyða ökumanninn út af veginum eftir eltingarleik.vísir/hjalti Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í Árbæ. Lögregla hafi farið á vettvang og þá hafi upphafist eftirför í gegnum Grafarvog, áleiðis upp í Mosfellsbæ og hún loks endað á Kjalarnesi. Eins og áður segir voru tveir handteknir og vistaðir í þágu rannsóknar. „Brotaflokkar eru m.a. líkamsárás, akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna, umferðarlagabrot ofl. Rannsókn málsins á frumstigi og í raun ekkert frekar til frásagnar að svö stöddu,“ segir lögregla í tilkynningu. Upphaflega fréttin: Mikið tilstand er á Vesturlandsvegi þessa stundina en svo virðist sem sérsveitin hafi þvingað bíl út af veginum á Kjalarnesi. Þetta hefur ekki farið fram hjá vegfarendum sem hafa komið ábendingum á framfæri við fréttastofu. Vísi tókst að ná tali af Elínu Agnesi Kristínardóttur aðstoðaryfirlögregluþjóni nú rétt í þessu og hún staðfesti að um hefði verið að ræða eftirför. „Við erum rétt að ná utan um þetta. Þetta var bara að gerast í þessum töluðu orðum og í framhaldinu tekur við rannsókn. Þannig að við getum ekki tjáð okkur meira í bili.“ Að sögn Elínar hafði lögreglan veitt manni eða mönnum eftirför allt frá Norðlingaholtinu allt upp á Kjalarnesi þar sem tókst að stöðva bílinn. Sjónarvottur greinir frá því að hann hafi séð þrjá lögreglubíla bruna yfir Gullinbrú fyrir um hálftíma. Og annar greinir frá því að tekist hafi að stöðva hvítan bíl úti í vegarkanti á Kjalarnesi, við afleggjarann frá Ármóti á leið úr borginni. Hafa hlotist verulegar umferðartafir af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglu tókst að neyða ökumanninn út af veginum eftir eltingarleik.vísir/hjalti
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira