Stór hluti ríkisstjórnarinnar er staddur á Austurlandi.Vísir/vilhelm
Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Á fundinum verður rætt um minnisblað sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í gær.
Að loknum fundi er gert ráð fyrir að ráðherrar kynni nýjar sóttvarnatakmarkanir í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verður á staðnum og geta lesendur Vísis fylgst með textalýsingu og viðtölum við ráðherra strax að fundi loknum.
Þórólfur Guðnason gaf út í gær að hann myndi senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands. Þórólfur hefur ekki viljað ræða efni tillaganna en sagði í gær að Íslendingar viti hvaða aðgerðir hafi virkað best hingað til og eðlilegt sé að nýta sér þá reynslu.
„Persónubundnar sóttvarnir eru enn lykilinn í baráttunni við Covid-19 en þegar þær duga ekki til eins og við sjáum núna þurfa samfélagslegar aðgerðir einnig að koma ti sögunnar.“
Hraður vöxtur hefur verið í fjölda innanlandssmita síðustu daga og eru nú 371 í einangrun vegna Covid-19. 76 tilfelli greindust innanlands í gær og 78 á miðvikudag. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19.
Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.