Innlent

76 greindust smitaðir innanlands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fleiri hafa ekki greinst smitaðir á einum degi á þessu ári en á miðvikudag.
Fleiri hafa ekki greinst smitaðir á einum degi á þessu ári en á miðvikudag. Vísir/Vilhelm

Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins.

Einn greindist smitaður á landamærum. 1.043 eru nú í sóttkví og 371 í einangrun hér á landi. Nýgengi innanlandssmita hefur hækkað hratt síðustu daga og hefur farið úr 4,1 í 83,7 smit á rúmri viku.

3.585 innanlandssýni voru tekin í gær og hafa þau ekki verið fleiri frá því í apríl. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á upplýsingavefnum covid.is.

Í gær var greint frá því að 78 hafi greinst innanlands á miðvikudag. Var það metdagur í fjölda smita á þessu ári.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×