Fótbolti

Upplifir loks drauminn og uppfyllir í leiðinni loforð sem hann gaf ömmu sinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lukas Podolski varð heimsmeistari 2014. Hann mun hins vegar upplifa æskudrauminn nú á sunnudaginn.
Lukas Podolski varð heimsmeistari 2014. Hann mun hins vegar upplifa æskudrauminn nú á sunnudaginn. Mike Egerton/Getty Images

Pólski framherjinn Lukas Podolski upplifir loks æskudraum sinn á sunnudag þegar hann spilar sinn fyrsta leik fyrir Gornik Zabrze í pólsku úrvalsdeildinni. Á sama tíma uppfyllir hann loforð sem hann gaf ömmu sinni meðan hún var enn á lífi.

Hinn 36 ár agamli Podolski var í þýska landsliðinu sem vann HM 2014 ásamt því að hafa unnið fjölda titla með þeim félögum sem hann hefur spilað með í gengum ferilinn. Hann samdi hins vegar við pólska liðið Gornik Zabrze á dögunum.

Eitthvað sem hann hafði lofað að gera í langan tíma. Eftir að hafa spilað í Þýskalandi, Englandi, Ítalíu, Tyrklandi og Japan er Podolski loks kominn „heim.“

Podolski spilaði fyrir þýska landsliðið en fæddist í Póllandi og ólst upp í litlum bæ rétt hjá Gornik. Hann hefur aldrei gleymt hvaðan hann kemur og virðist loks vera uppfylla loforð sem hann gaf ömmu sinni á sínum tíma.

„Ég fylgist með öllum leikjum Gornik og er mjög ánægður með nýju aðstöðuna sem er verið að byggja. Ég stefni á að spila þar einn daginn,“ sagði Podolski árið 2012 og nú níu árum síðar er loksins komið að því.

Podolski var ekkert að grínast en hann lofaði bæði Krzysztof Maj, íþróttastjóra Gornik, á þeim tíma sem og ömmu sinni, Zofia, að hann myndi spila með félaginu áður en skórnir færu á hilluna.

Hvorugt þeirra fær að sjá hann spila í treyju Gornik þar sem Maj fékk hjartaáfall aðeins 39 ára gamall árið 2015 og amma Zofia lést í desember 2019. Podolski ákvað samt að uppfylla loforðið sem hann gaf fyrir öllum þessum árum.

BBC tók saman og greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×