Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2021 11:31 Tæplega 53 þúsund manns hafa fengið bóluefni Janssen hér á landi. Artur Widak/NurPhoto via Getty Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og embættis landlæknis. Verður þessum hópi að öllum líkindum boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech. Enn á eftir að útfæra fyrirkomulagið en að sögn Þórólfs þurfa líklega að líða minnst fjórar til sex vikur frá bólusetningu áður en fólk fær örvunarskammtinn. Þá mun áætlunin ekki koma til framkvæmda fyrr en í seinni hluta ágústmánaðar. „Þetta er ekki þannig að það þurfi bara að drífa í því, við verðum að tryggja að árangurinn verði eins góður og hægt er,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Flestir með Janssen Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestir sem hafi verið að veikjast síðustu daga hafi fengið Janssen-bóluefnið. „En það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Áfram með bólusetningar barna til skoðunar Aðspurður um bólusetningu barna niður í tólf ára aldur á upplýsingafundinum sagði sóttvarnalæknir að slíkt væri til skoðunar. Hann sagði smit hafa greinst hjá börnum en að þau væru mjög fátíð. „Ég ekki endilega viss um að bólusetning þessa hóps sé almennt séð eins mikilvæg og í eldri hópum en það er vissulega til skoðunar. Við erum sérstaklega að bólusetja börn sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og svo munu foreldrar fá kost á því að biðja um þessi bóluefni þegar við erum í stakk búin til að bólusetja af krafti.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svona var 184. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. 22. júlí 2021 10:20 Leggur til auknar takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og embættis landlæknis. Verður þessum hópi að öllum líkindum boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech. Enn á eftir að útfæra fyrirkomulagið en að sögn Þórólfs þurfa líklega að líða minnst fjórar til sex vikur frá bólusetningu áður en fólk fær örvunarskammtinn. Þá mun áætlunin ekki koma til framkvæmda fyrr en í seinni hluta ágústmánaðar. „Þetta er ekki þannig að það þurfi bara að drífa í því, við verðum að tryggja að árangurinn verði eins góður og hægt er,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Flestir með Janssen Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestir sem hafi verið að veikjast síðustu daga hafi fengið Janssen-bóluefnið. „En það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Áfram með bólusetningar barna til skoðunar Aðspurður um bólusetningu barna niður í tólf ára aldur á upplýsingafundinum sagði sóttvarnalæknir að slíkt væri til skoðunar. Hann sagði smit hafa greinst hjá börnum en að þau væru mjög fátíð. „Ég ekki endilega viss um að bólusetning þessa hóps sé almennt séð eins mikilvæg og í eldri hópum en það er vissulega til skoðunar. Við erum sérstaklega að bólusetja börn sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og svo munu foreldrar fá kost á því að biðja um þessi bóluefni þegar við erum í stakk búin til að bólusetja af krafti.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svona var 184. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. 22. júlí 2021 10:20 Leggur til auknar takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Svona var 184. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. 22. júlí 2021 10:20
Leggur til auknar takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14