Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 09:00 Hér eru Hákon Magnús, Metta Marit, prinsessa, og Erna Solberg, forsætisráðherra, við minningarathöfnina í morgun. EPA-EFE/GEIR OLSEN „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í ræðu sinni við minningarathöfn vegna hryðjuverkaárásanna í Útey og Ósló þann 22. júlí 2011. Í dag eru liðin tíu ár frá árásunum þar sem 77 féllu. Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins hefur undanfarið kallað eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að berjast gegn pólitískum öfgum í norsku samfélagi. Solberg sagði í morgun í samtali við fréttastofu VG að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að berjast gegn hægri öfgahyggju, sem hún segir hafa verið að baki árásanna fyrir tíu árum síðan. „Við höfum ekki gert nóg til að berjast gegn þessari þróun. Við höfum gert margt og ég er tilbúin til að leita betri leiða, sérstaklega til að ná til drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa miklar öfgar í sínu daglega lífi,“ sagði Solberg í morgun. „Það var ekki bara ein pólitísk hreyfing sem varð fyrir áfalli. Landið allt var barið niður á jörðina. En við náðum að standa upp aftur,“ sagði Solberg. Minningarathafnir fara víða fram í Noregi í dag. Klukkan 8:45 hefst bein útsending frá minningarathöfn í dómkirkjunni í Ósló og klukkan 12:45 verður beint streymi frá minningarathöfn úti í Útey. Þá mun ráðhúsbjöllunum í Ósló verða hringt 77 sinnum til minningar um fórnarlömbin 77 klukkan fimm að íslenskum tíma. Haraldur Noregskonungur mun halda ræðu við minningarathöfnina í dómkirkjunni í dag. 72 mínútur Klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur þann 22. júlí 2011 þegar bílasprengja sprakk í miðborg Óslóar. Allt lögreglulið sem var tiltækt var kallað út en átta fórust og hundruð særðust í sprengingunni. Aðeins tæpum tveimur tímum síðar hófst síðari árásin, í Útey, þar sem hundruð ungmenna í ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins voru saman komin. Árásarmaðurinn, Anders Breivik, hafði klætt sig upp í lögreglubúning og bar fölsuð skilríki. Hann hóf skotárásina þegar í stað og banaði 69 ungmennum og særði minnst 110. 72 mínútum síðar var lögregla komin á staðinn og Breivik lagði niður vopn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hægt er að horfa á minningarathafnirnar í spilaranum hér að neðan. Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í ræðu sinni við minningarathöfn vegna hryðjuverkaárásanna í Útey og Ósló þann 22. júlí 2011. Í dag eru liðin tíu ár frá árásunum þar sem 77 féllu. Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins hefur undanfarið kallað eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að berjast gegn pólitískum öfgum í norsku samfélagi. Solberg sagði í morgun í samtali við fréttastofu VG að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að berjast gegn hægri öfgahyggju, sem hún segir hafa verið að baki árásanna fyrir tíu árum síðan. „Við höfum ekki gert nóg til að berjast gegn þessari þróun. Við höfum gert margt og ég er tilbúin til að leita betri leiða, sérstaklega til að ná til drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa miklar öfgar í sínu daglega lífi,“ sagði Solberg í morgun. „Það var ekki bara ein pólitísk hreyfing sem varð fyrir áfalli. Landið allt var barið niður á jörðina. En við náðum að standa upp aftur,“ sagði Solberg. Minningarathafnir fara víða fram í Noregi í dag. Klukkan 8:45 hefst bein útsending frá minningarathöfn í dómkirkjunni í Ósló og klukkan 12:45 verður beint streymi frá minningarathöfn úti í Útey. Þá mun ráðhúsbjöllunum í Ósló verða hringt 77 sinnum til minningar um fórnarlömbin 77 klukkan fimm að íslenskum tíma. Haraldur Noregskonungur mun halda ræðu við minningarathöfnina í dómkirkjunni í dag. 72 mínútur Klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur þann 22. júlí 2011 þegar bílasprengja sprakk í miðborg Óslóar. Allt lögreglulið sem var tiltækt var kallað út en átta fórust og hundruð særðust í sprengingunni. Aðeins tæpum tveimur tímum síðar hófst síðari árásin, í Útey, þar sem hundruð ungmenna í ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins voru saman komin. Árásarmaðurinn, Anders Breivik, hafði klætt sig upp í lögreglubúning og bar fölsuð skilríki. Hann hóf skotárásina þegar í stað og banaði 69 ungmennum og særði minnst 110. 72 mínútum síðar var lögregla komin á staðinn og Breivik lagði niður vopn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hægt er að horfa á minningarathafnirnar í spilaranum hér að neðan.
Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira