„Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2021 16:01 Ásgeir Helgi Magnússon er formaður Hinsegin daga. hinsegin dagar Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn Hinsegin dagar eru á dagskrá frá þriðja til áttunda ágúst. Skipulagning er í fullum gangi og hefur hún miðað að því að engar aðgerðir séu innanlands. „Við erum í svipaðri stöðu og aðrir viðburðahaldarar. Við vonum það besta og erum í samskiptum við almannavarnir í sambandi við næstu skref. Við erum að skoða það hvernig mögulegar takmarkanir hafa áhrif á okkar viðburði.“ Skipuleggjandi vill að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull.“ Engin gleðiganga í fyrra Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Engin gleðiganga fór fram í fyrra vegna samkomutakmarkanna en stefnt er að því að hún fari fram í ár. „Við erum búin að vera að skipuleggja hana nú þegar engar takmarkanir eru í gildi en það hefur auðvitað verið á bak við eyrað að mögulega verði gripið til aðgerða innanlands. Hátíðin snýst auðvitað um það að við séum sýnileg og minnum á okkar tilverurétt. Það væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð.“ Skertur opnunartími skemmtistaða hefði ekki mikil áhrif Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við útbreiðslu smita. Slíkt myndi ekki hafa mikil áhrif á Hinsegin daga. „Við erum ekki með marga viðburði í mjög lokuðum rýmum eins og á skemmtistöðum þar sem flest smit hafa verið að greinast. Það er nær engin dagskrá fram eftir nóttu þannig að skerðing á opnunartíma skemmtistaða myndi ekki hafa stórvægileg áhrif. Tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gætu þó haft áhrif.“ „Óþægilegar“ tilfinningar Þá segir hann að það standi ekki til að beina þúsundum í miðborgina ef takmarkanir verða settar innanlands. Nú sé það eina í stöðunni að bíða og sjá. „Það er pínu óþægilegt að vera í sömu stöðu og í fyrra. Þetta eru óþægilegar tilfinningar. Þetta er virkilega ömurleg staða að vera komin í aftur. En maður verður að treysta því að ef takmarkanir verði settar þá sé það fyrir okkur öll.“ Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Sjá meira
Hinsegin dagar eru á dagskrá frá þriðja til áttunda ágúst. Skipulagning er í fullum gangi og hefur hún miðað að því að engar aðgerðir séu innanlands. „Við erum í svipaðri stöðu og aðrir viðburðahaldarar. Við vonum það besta og erum í samskiptum við almannavarnir í sambandi við næstu skref. Við erum að skoða það hvernig mögulegar takmarkanir hafa áhrif á okkar viðburði.“ Skipuleggjandi vill að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull.“ Engin gleðiganga í fyrra Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Engin gleðiganga fór fram í fyrra vegna samkomutakmarkanna en stefnt er að því að hún fari fram í ár. „Við erum búin að vera að skipuleggja hana nú þegar engar takmarkanir eru í gildi en það hefur auðvitað verið á bak við eyrað að mögulega verði gripið til aðgerða innanlands. Hátíðin snýst auðvitað um það að við séum sýnileg og minnum á okkar tilverurétt. Það væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð.“ Skertur opnunartími skemmtistaða hefði ekki mikil áhrif Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við útbreiðslu smita. Slíkt myndi ekki hafa mikil áhrif á Hinsegin daga. „Við erum ekki með marga viðburði í mjög lokuðum rýmum eins og á skemmtistöðum þar sem flest smit hafa verið að greinast. Það er nær engin dagskrá fram eftir nóttu þannig að skerðing á opnunartíma skemmtistaða myndi ekki hafa stórvægileg áhrif. Tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gætu þó haft áhrif.“ „Óþægilegar“ tilfinningar Þá segir hann að það standi ekki til að beina þúsundum í miðborgina ef takmarkanir verða settar innanlands. Nú sé það eina í stöðunni að bíða og sjá. „Það er pínu óþægilegt að vera í sömu stöðu og í fyrra. Þetta eru óþægilegar tilfinningar. Þetta er virkilega ömurleg staða að vera komin í aftur. En maður verður að treysta því að ef takmarkanir verði settar þá sé það fyrir okkur öll.“
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Sjá meira
Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24