Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 14:24 Góð stemning var á brekkusöngnum á Flúðum árið 2019. Skipuleggjendur bíða enn eftir tækifæri til að endurtaka leikinn. Aðsend Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. „Við bara ákváðum að þetta væri of mikil óvissa og of lítið af upplýsingum,“ segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Vísi. „Það er bara ömurlegt að þurfa að taka slíka ákvörðun og geta ekki haldið sínu striki. Í uppsveitum Árnessýslu eru líka viðkvæmir hópar og við viljum bara sýna ábyrgð og reyna að stuðla ekki að því að hér safnist saman mikið af fólki. Við búumst svo sem við því að Hrunamannahreppur og Flúðir verði alveg stappfullar af fólki um verslunarmannahelgina en það verður þá allavega engin skipulögð dagskrá á okkar vegum.“ Kalla eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum Bergsveinn segir að skipuleggjendur hafi fylgst vel með þróun faraldursins síðustu daga. „Niðurstaðan var að ef það yrði svipað eða meira af smitum í dag þá sjáum við alveg í hvað stefnir. Þá er óþarfi að halda þeim gríðarlega fjölda fólks sem kemur að hátíðinni í óvissu,“ segir Bergsveinn. Hann segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru fyrirhugaðar næstu tvær helgar og er verslunarmannahelgin þekkt fyrir að vera ein stærsta ferðahelgi landsins. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull,“ segir Bergveinn. Biður fólk um að fara varlega Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sagði fyrr í dag að hann hefði ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun smita. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra,“ sagði Hörður í samtali við fréttastofu. Bergsveinn er hvergi af baki dottinn og segir að hátíðin muni koma sterkari inn á næsta ári. „Það er eins gott að allir taki þátt og hugi að sínum persónulegum sóttvörnum næstu ellefu mánuðina.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
„Við bara ákváðum að þetta væri of mikil óvissa og of lítið af upplýsingum,“ segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Vísi. „Það er bara ömurlegt að þurfa að taka slíka ákvörðun og geta ekki haldið sínu striki. Í uppsveitum Árnessýslu eru líka viðkvæmir hópar og við viljum bara sýna ábyrgð og reyna að stuðla ekki að því að hér safnist saman mikið af fólki. Við búumst svo sem við því að Hrunamannahreppur og Flúðir verði alveg stappfullar af fólki um verslunarmannahelgina en það verður þá allavega engin skipulögð dagskrá á okkar vegum.“ Kalla eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum Bergsveinn segir að skipuleggjendur hafi fylgst vel með þróun faraldursins síðustu daga. „Niðurstaðan var að ef það yrði svipað eða meira af smitum í dag þá sjáum við alveg í hvað stefnir. Þá er óþarfi að halda þeim gríðarlega fjölda fólks sem kemur að hátíðinni í óvissu,“ segir Bergsveinn. Hann segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru fyrirhugaðar næstu tvær helgar og er verslunarmannahelgin þekkt fyrir að vera ein stærsta ferðahelgi landsins. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull,“ segir Bergveinn. Biður fólk um að fara varlega Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sagði fyrr í dag að hann hefði ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun smita. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra,“ sagði Hörður í samtali við fréttastofu. Bergsveinn er hvergi af baki dottinn og segir að hátíðin muni koma sterkari inn á næsta ári. „Það er eins gott að allir taki þátt og hugi að sínum persónulegum sóttvörnum næstu ellefu mánuðina.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent