Íslenski boltinn

Arna Sif: Við erum svekktar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var óánægð með að taka ekki stigin þrjú á Selfossi í kvöld.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var óánægð með að taka ekki stigin þrjú á Selfossi í kvöld. VÍSIR/BÁRA

Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

„Við erum rosalega svekktar. Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að við áttum stigin þrjú skilið, þetta var rosalega mikið miðjumoð þarna í seinni hálfleiknum en við ætluðum okkur stigin þrjú en við förum ekki heim með þau, því miður,” byrjaði Arna á að segja.

Arna var þó mjög ánægð með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleiknum.

„Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, við vorum að leysa þetta vel og halda vel í boltann. Við vorum kannski ekki að búa til mikið af færum en við vorum að halda vel í boltann. Svo í seinni hálfleiknum breyttist þetta aðeins. Við ræddum það að við ætluðum ekki bara að halda stöðunni sem við vorum komnar í heldur ætluðum við að reyna að bæta við en mér fannst við kannski svolítið detta niður og leyfa þeim að stjórna þessu aðeins, þannig seinni hálfleikurinn var kannski ekki nógu góður.”

Eftir leik kvöldsins er Þór/KA með 13 stig um miðja deild og telur Arna það ekki verið nógu gott.

,,Nei við erum ekki sáttar með stöðuna okkar eins og hún er núna. Við viljum vera ofar og ætlum okkur að vera ofar. Við höfum t.d ekki náð að vinna leik á heimavelli í sumar og það er ekki boðlegt,” endaði Arna á að segja.

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.