Leigjendur fá stórfellda lækkun hjá Bjargi: Setur þrýsting á önnur leigufélög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júlí 2021 19:00 Dæmi um lækkanir á leigu hjá Íbúðafélaginu Bjargi. Vísir/Ragnar Íbúðafélagið Bjarg hyggst lækka leigu hjá öllum leigutökum sínum um tíu til fimmtán prósent. Framkvæmdastjóri félagsins segir það hægt vegna nýrra hagkvæmari lána. Félagsmálaráðherra telur þetta setja þrýsting á önnur félög að lækka leigu. Íbúðafélagið Bjarg hefur gert langtímasamning við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um ný lán til að fjármagna uppbyggingu á þúsund nýjum íbúðum og fimm hundruð íbúðum sem þegar hafa verið byggðar. Skrifað var undir samning þess efnis milli íbúðafélagsins Bjargs, Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar og Félagsmálaráðuneytisins í morgun. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar, Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs og Ragnar Þór Ingólfsson varaformaður Bjargs. Vísir/Berghildur Björn Traustason framkvæmdastjóri félagsins segir að með nýjum samningi sé hægt að lækka leigu. „Þetta er samningur sem hleypur á milljörðum, hann gerir okkur kleift að hefja stórar framkvæmdir og hefur áhrif á það sem við höfum þegar byggt. Þar sem um er að ræða mun hagkvæmari lán en við höfum haft getum við lækkað leigu hjá öllum leigutökum. Bjarg er óhagnaðardrifið íbúðafélag þannig að við skilum öllu því hagræði sem við fáum í rekstri til leigutaka. Þannig getur leiga lækkað um allt að fjörutíu þúsund krónur á íbúð þ.e. þar sem um er að ræða stærstu íbúðirnar,“ segir Björn. Gerir ekki ráð fyrir hækkun á næstu árum Björn segir að ekki sé gert ráð fyrir hækkun á leigu á næstu árum. „Vextirnir á þessum nýju lánum sem við fengum eru fastir í tíu ár. Það þýðir að við erum búin að festa leiguverðið í tíu ár nema fasteignagjöld og annað hækki á tímabilinu,“ segir Björn. Bjarg hefur hefur þegar lækkað leigu hjá 124 leigutökum að Móavegi 2-12 og ætlar að lækka leigu hjá hundruðum annarra þann 1. september. Samvkæmt upplýsingum fréttastofu lækkar mánaðargreiðsla á 2 herbergja íbúð um tæpar sextán þúsund krónur á mánuði, þriggja herbergja um rúmar 22 þúsund krónur og um tæpar 25 þúsund krónur á 4 herbergja íbúð hjá félaginu. Skora á önnur leigufélög að deila ávinningi með leigutökum Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir aðspurður að þetta setji þrýsting á önnur leigufélög að lækka leigu. „Tvímælalaust mun það gera það. Þetta er í fyrsta sinn sem við látum lægri vexti renna beint til leigjenda. Það gerist með félögum eins og Bjargi sem tryggja að allur hagnaður rennur beint til leigutakans en ekki leigusalans,“ segir Ásmundur. Ragnar Þór Ingólfsson varaformaður Bjargs hvetur önnur íbúða-og eða leigufélög til að lækka leigu. „Ég skora á stór leigufélög eins og Ölmu og Heimavelli að skila ávinningnum af vaxtalækkunum sem hafa verið í gangi til leigutaka sinna. Félögin hafa flest verið að endurfjármagna til að fá lægri vexti og þau eiga skila ávinningnum af því til leigutaka líka,“ segir Ragnar. Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Leigumarkaður Tengdar fréttir Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu. 24. febrúar 2021 07:55 Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. 27. nóvember 2019 12:09 Bjarg byggir en Brynja má ekki kaupa hús Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í skipulags- og samgönguráði, segir endurreisn verkamannabústaðakerfisins í Reykjavík í fullum gangi með að veita Bjargi, íbúðafélagi, lóðir til byggingar um 630 íbúða í borginni. 27. mars 2019 06:00 Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Formaður ASÍ ræddi um tillögur átakshóps í húsnæðismálum í Sprengisandi í dag. 27. janúar 2019 13:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Íbúðafélagið Bjarg hefur gert langtímasamning við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um ný lán til að fjármagna uppbyggingu á þúsund nýjum íbúðum og fimm hundruð íbúðum sem þegar hafa verið byggðar. Skrifað var undir samning þess efnis milli íbúðafélagsins Bjargs, Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar og Félagsmálaráðuneytisins í morgun. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar, Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs og Ragnar Þór Ingólfsson varaformaður Bjargs. Vísir/Berghildur Björn Traustason framkvæmdastjóri félagsins segir að með nýjum samningi sé hægt að lækka leigu. „Þetta er samningur sem hleypur á milljörðum, hann gerir okkur kleift að hefja stórar framkvæmdir og hefur áhrif á það sem við höfum þegar byggt. Þar sem um er að ræða mun hagkvæmari lán en við höfum haft getum við lækkað leigu hjá öllum leigutökum. Bjarg er óhagnaðardrifið íbúðafélag þannig að við skilum öllu því hagræði sem við fáum í rekstri til leigutaka. Þannig getur leiga lækkað um allt að fjörutíu þúsund krónur á íbúð þ.e. þar sem um er að ræða stærstu íbúðirnar,“ segir Björn. Gerir ekki ráð fyrir hækkun á næstu árum Björn segir að ekki sé gert ráð fyrir hækkun á leigu á næstu árum. „Vextirnir á þessum nýju lánum sem við fengum eru fastir í tíu ár. Það þýðir að við erum búin að festa leiguverðið í tíu ár nema fasteignagjöld og annað hækki á tímabilinu,“ segir Björn. Bjarg hefur hefur þegar lækkað leigu hjá 124 leigutökum að Móavegi 2-12 og ætlar að lækka leigu hjá hundruðum annarra þann 1. september. Samvkæmt upplýsingum fréttastofu lækkar mánaðargreiðsla á 2 herbergja íbúð um tæpar sextán þúsund krónur á mánuði, þriggja herbergja um rúmar 22 þúsund krónur og um tæpar 25 þúsund krónur á 4 herbergja íbúð hjá félaginu. Skora á önnur leigufélög að deila ávinningi með leigutökum Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir aðspurður að þetta setji þrýsting á önnur leigufélög að lækka leigu. „Tvímælalaust mun það gera það. Þetta er í fyrsta sinn sem við látum lægri vexti renna beint til leigjenda. Það gerist með félögum eins og Bjargi sem tryggja að allur hagnaður rennur beint til leigutakans en ekki leigusalans,“ segir Ásmundur. Ragnar Þór Ingólfsson varaformaður Bjargs hvetur önnur íbúða-og eða leigufélög til að lækka leigu. „Ég skora á stór leigufélög eins og Ölmu og Heimavelli að skila ávinningnum af vaxtalækkunum sem hafa verið í gangi til leigutaka sinna. Félögin hafa flest verið að endurfjármagna til að fá lægri vexti og þau eiga skila ávinningnum af því til leigutaka líka,“ segir Ragnar.
Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Leigumarkaður Tengdar fréttir Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu. 24. febrúar 2021 07:55 Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. 27. nóvember 2019 12:09 Bjarg byggir en Brynja má ekki kaupa hús Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í skipulags- og samgönguráði, segir endurreisn verkamannabústaðakerfisins í Reykjavík í fullum gangi með að veita Bjargi, íbúðafélagi, lóðir til byggingar um 630 íbúða í borginni. 27. mars 2019 06:00 Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Formaður ASÍ ræddi um tillögur átakshóps í húsnæðismálum í Sprengisandi í dag. 27. janúar 2019 13:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu. 24. febrúar 2021 07:55
Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. 27. nóvember 2019 12:09
Bjarg byggir en Brynja má ekki kaupa hús Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í skipulags- og samgönguráði, segir endurreisn verkamannabústaðakerfisins í Reykjavík í fullum gangi með að veita Bjargi, íbúðafélagi, lóðir til byggingar um 630 íbúða í borginni. 27. mars 2019 06:00
Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Formaður ASÍ ræddi um tillögur átakshóps í húsnæðismálum í Sprengisandi í dag. 27. janúar 2019 13:30