Innlent

Nýtt farsóttarhótel opnað þar sem hitt var að fyllast

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fosshótel Lind sem gegnt hefur hlutverki farsóttarhús er að fyllast.
Fosshótel Lind sem gegnt hefur hlutverki farsóttarhús er að fyllast. Vísir/Vilhelm

Rauði krossinn hefur opnað nýtt farsóttarhús á Hótel Rauðará í Reykjavík þar sem farsóttarhúsið Lind er orðið svo til fullt. Búist er við að áframhaldandi fjölda sýktra á næstu dögum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum þar sem segir að alls séu 163 í einangrun vegna Covid-19 eftir gærdaginn og 454 í sóttkví.

Í gær greindust 44 smit, 38 innanlands og sex á landamærunum. Er þetta mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi á þessu ári. Búist er við því að smit muni áfram greinast í samfélaginu á næstu dögum og því hefur verið ákveðið að opna nýtt farsóttarhús, sem fyrr segir.

Í ljósi stöðunnar vilja almannavarnir einnig hvetja fólk sem kemur frá útlöndum og býr hér á landi eða hefur tengsl inn í íslenskt samfélag, að fara í skimun og halda sig til hlés þar til niðurstöður skimunar liggja fyrir.


Tengdar fréttir

Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær.

Vill sjá skertan opnunar­tíma skemmti­staða vegna stöðunnar

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans hefði viljað sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni og býst við háum smittölum næstu daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×