Erlent

Grunaður morðingi svipti sig lífi í norsku fangelsi

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn svipti sig lífi í fangelsinu í Osló.
Maðurinn svipti sig lífi í fangelsinu í Osló. Mynd/Wikipedia

Þrítugur karlmaður lést á sjúkrahúsi í Osló á föstudag. Hann var fluttur á sjúkrahús síðasta mánudag eftir að hafa reynt að taka eigið líf í fangelsi. Hann hafði verið ákærður fyrir morðið á Marianne Hansen í Hallerud þann 8. júní síðastliðinn.

Maðurinn, sem var rúmenskur ríkisborgari lést á Ullevål sjúkrahúsinu í Osló, þetta staðfestir Børge Enoksen, talsmaður lögreglunnar í Osló í samtali við VG.

Lögreglan mun ljúka rannsókn morðsins á Marianne Hansen en engin aðalmeðferð mun fara fram í málinu. Sá ákærði hafði þegar játað að hafa orðið Hansen að bana.

Maðurinn var auk morðsins ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hann olli alvarlegu bílslysi stuttu eftir morðið þegar hann keyrði á móti umferð á E6 hraðbrautinni.

Hjón á miðjum aldri sem voru í bílnum sem hann klessti á segjast hafa blikkað bílljósunum á manninn og þurft að beygja frá til að forðast harðan árekstur. Lögmaður þeirra segir þau hafa verið ljónheppin að komast lífs af.

Stian Thorum Fjeldstad, fangelsisstjóri fangelsisins þar sem maðurinn var vistaður, staðfestir að þar hafi verið framin sjálfsmorðstilraun á mánudag. Hann segir að atvikið hafi verið meðhöndlað í samræmi við neyðaráætlun fangelsisins.

Samkvæmt heimildum VG er þetta 44. sjálfsvígið í norskum fangelsum á síðustu fimmtán árum. Fangelsið í Osló sker sig úr með tæplega þriðjung dauðsfalla af völdum sjálfsvíga. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.