Íslenski boltinn

Dramatískur sigur í fyrsta leik Jóns Þórs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Þór Hauksson er tekinn til starfa á Ísafirði.
Jón Þór Hauksson er tekinn til starfa á Ísafirði. VÍSIR/VILHELM

Jón Þór Hauksson vann 2-1 sigur á Þrótti í sínum fyrsta leik sem þjálfari Vestra í Lengjudeild karla.

Jón Þór tók við Vestra á dögunum eftir að Heiðar Birnir Torleifsson sagði starfi sínu lausu.

Þróttarar komust yfir í leiknum en Vestramenn snéru við taflinu og unnu að endingu dramatískan 2-1 sigur með sigurmarki á 95. mínútu.

Vestri er í fimmta sæti deildarinnar með nítján sig, fjórum stigum frá ÍBV sem er í öðru sætinu.

Þróttur er með sjö stig í ellefta sæti, tveimur stigum á eftir Selfoss sem er í tíunda sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.