Eyjólfsbörn hlaupa til minningar um föður sinn sem féll frá fyrir skömmu Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2021 14:59 Margrét segir það hjálpa sér að takast á við sorgina að hlaupa. Hún og börnin sjö ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Ljónshjarta. Margrét Brynjólfsdóttir, sem nú syrgir eiginmann sinn sem féll frá fyrir skömmu, segir það hjálpa sér að hlaupa en öll fjölskyldan ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 21. ágúst. Fjölskyldan er í sárum en fjölskyldufaðirinn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl undir fossinum en mikill straumur reyndist þar og Sveinn Eyjólfur lenti þar í sjálfheldu. Hetjudáð verður það að heita, af hálfu þeirra sem syrgja, að takast á hendur hlaup sem þetta svo skömmu eftir fráfall hans. En Margrét, sem mun hlaupa með börnunum, segir það einfaldlega svo, í samtali við Vísi, að Ljónshjarta séu svo frábær samtök. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“ Í lýsingu við hópinn, sem finna má hér neðar en þangað getur fólk leitað sem vill leggja þessu framtaki lið, segir: „Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa.“ Börn Margrétar eru sjö, þannig að þetta er góður hópur sem ætlar að hlaupa en það gera þau undir merkjunum Eyjólfsbörn. Og það leggst vel í þau. „Ég er byrjuð að hlaupa aftur sem er að hjálpa mér. Ég ætla að fara tíu kílómetra sem og synir mínir og 15 ára dóttir mín. Þau yngri ætla þrjá en sú yngsta er sjö ára gömul.“ Margrét er íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari og var afrekskona í hlaupum og var meðal annars landsliðskona á sínum tíma. „Já, þannig að ég kann þetta alveg,“ segir Margrét sem ítrekar mikilvægi samtakanna Ljónshjarta. Hún segir að á hverju ári missi hundrað börn foreldri. „Þetta er ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Gætu ekki verið mikilvægari samtök.“ Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Fjölskyldan er í sárum en fjölskyldufaðirinn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl undir fossinum en mikill straumur reyndist þar og Sveinn Eyjólfur lenti þar í sjálfheldu. Hetjudáð verður það að heita, af hálfu þeirra sem syrgja, að takast á hendur hlaup sem þetta svo skömmu eftir fráfall hans. En Margrét, sem mun hlaupa með börnunum, segir það einfaldlega svo, í samtali við Vísi, að Ljónshjarta séu svo frábær samtök. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“ Í lýsingu við hópinn, sem finna má hér neðar en þangað getur fólk leitað sem vill leggja þessu framtaki lið, segir: „Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa.“ Börn Margrétar eru sjö, þannig að þetta er góður hópur sem ætlar að hlaupa en það gera þau undir merkjunum Eyjólfsbörn. Og það leggst vel í þau. „Ég er byrjuð að hlaupa aftur sem er að hjálpa mér. Ég ætla að fara tíu kílómetra sem og synir mínir og 15 ára dóttir mín. Þau yngri ætla þrjá en sú yngsta er sjö ára gömul.“ Margrét er íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari og var afrekskona í hlaupum og var meðal annars landsliðskona á sínum tíma. „Já, þannig að ég kann þetta alveg,“ segir Margrét sem ítrekar mikilvægi samtakanna Ljónshjarta. Hún segir að á hverju ári missi hundrað börn foreldri. „Þetta er ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Gætu ekki verið mikilvægari samtök.“
Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01
Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37