Eyjólfsbörn hlaupa til minningar um föður sinn sem féll frá fyrir skömmu Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2021 14:59 Margrét segir það hjálpa sér að takast á við sorgina að hlaupa. Hún og börnin sjö ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Ljónshjarta. Margrét Brynjólfsdóttir, sem nú syrgir eiginmann sinn sem féll frá fyrir skömmu, segir það hjálpa sér að hlaupa en öll fjölskyldan ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 21. ágúst. Fjölskyldan er í sárum en fjölskyldufaðirinn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl undir fossinum en mikill straumur reyndist þar og Sveinn Eyjólfur lenti þar í sjálfheldu. Hetjudáð verður það að heita, af hálfu þeirra sem syrgja, að takast á hendur hlaup sem þetta svo skömmu eftir fráfall hans. En Margrét, sem mun hlaupa með börnunum, segir það einfaldlega svo, í samtali við Vísi, að Ljónshjarta séu svo frábær samtök. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“ Í lýsingu við hópinn, sem finna má hér neðar en þangað getur fólk leitað sem vill leggja þessu framtaki lið, segir: „Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa.“ Börn Margrétar eru sjö, þannig að þetta er góður hópur sem ætlar að hlaupa en það gera þau undir merkjunum Eyjólfsbörn. Og það leggst vel í þau. „Ég er byrjuð að hlaupa aftur sem er að hjálpa mér. Ég ætla að fara tíu kílómetra sem og synir mínir og 15 ára dóttir mín. Þau yngri ætla þrjá en sú yngsta er sjö ára gömul.“ Margrét er íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari og var afrekskona í hlaupum og var meðal annars landsliðskona á sínum tíma. „Já, þannig að ég kann þetta alveg,“ segir Margrét sem ítrekar mikilvægi samtakanna Ljónshjarta. Hún segir að á hverju ári missi hundrað börn foreldri. „Þetta er ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Gætu ekki verið mikilvægari samtök.“ Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Fjölskyldan er í sárum en fjölskyldufaðirinn, Sveinn Eyjólfur Tryggvason lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Hann hafði ætlað sér út í hyl undir fossinum en mikill straumur reyndist þar og Sveinn Eyjólfur lenti þar í sjálfheldu. Hetjudáð verður það að heita, af hálfu þeirra sem syrgja, að takast á hendur hlaup sem þetta svo skömmu eftir fráfall hans. En Margrét, sem mun hlaupa með börnunum, segir það einfaldlega svo, í samtali við Vísi, að Ljónshjarta séu svo frábær samtök. „Og reyndust okkur strax vel. Þau grípa mann og börnin mín, sem eru sjö; þau yngstu fá sálfræðimeðferð og ég fæ sálfræðimeðferð. Þau veita manni kraft til að halda áfram.“ Í lýsingu við hópinn, sem finna má hér neðar en þangað getur fólk leitað sem vill leggja þessu framtaki lið, segir: „Við hlaupum til styrktar Ljónshjarta í minningu elsku pabba okkar hans Eyfa.“ Börn Margrétar eru sjö, þannig að þetta er góður hópur sem ætlar að hlaupa en það gera þau undir merkjunum Eyjólfsbörn. Og það leggst vel í þau. „Ég er byrjuð að hlaupa aftur sem er að hjálpa mér. Ég ætla að fara tíu kílómetra sem og synir mínir og 15 ára dóttir mín. Þau yngri ætla þrjá en sú yngsta er sjö ára gömul.“ Margrét er íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari og var afrekskona í hlaupum og var meðal annars landsliðskona á sínum tíma. „Já, þannig að ég kann þetta alveg,“ segir Margrét sem ítrekar mikilvægi samtakanna Ljónshjarta. Hún segir að á hverju ári missi hundrað börn foreldri. „Þetta er ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Gætu ekki verið mikilvægari samtök.“
Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01 Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Nafn mannsins sem lést á Patreksfirði Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 10:01
Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972. 4. júní 2021 14:37