Innlent

Nafn mannsins sem lést á Pat­reks­firði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sveinn Eyjólfur lætur eftir sig eiginkonu og sjö börn.
Sveinn Eyjólfur lætur eftir sig eiginkonu og sjö börn.

Maðurinn sem lést í slysi síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Hann var til heimilis að Sigtúni á Patreksfirði og lætur eftir sig eiginkonu og sjö börn.

Í tilkynningunni kemur fram að slysið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum og henni miði vel.

Á sunnudag gaf lögreglan út tilkynningu á Facebook þar sem fram kom að karlmaður á miðjum aldri hefði drukknað við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar.

Hann hafi ætlað sér að fara út í hhyl undir fossinum. Mikill straumur reyndist í hylnum og virtist maðurinn hafa misst fótanna og lent í sjálf­heldu í straumnum og fest um stund þar til nær­staddir komu honum til hjálpar.

Hann hafi þá misst meðvitund og nærstaddir hafið endurlífgunartilraunir sem haldið var áfram þar til maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík, þar sem hann var úrskuðaður látinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×