Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2021 11:12 Svona leit eldgígurinn út klukkan ellefu í morgun á vefmyndavél Vísis. Vísir/Vefmyndavél Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. „Þetta var líflegt í nótt en rétt fyrir klukkan fimm fór að draga úr þessu. Laust fyrir klukkan fimm féll óróinn bara niður,“ sagði Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Svona voru gosstrókarnir síðastliðinn laugardag.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Sigþrúður segir að fram eftir nóttu hafi gosið verið mjög fallegt. Þótt engin virkni sjáist núna á yfirborði og ekkert sjáist slettast upp úr gígnum segir hún ekki ólíklegt að eitthvað hraunrennsli sé undir yfirborði. Miðað við sveiflurnar í eldgosinu undanfarnar þrjár vikur er óvarlegt að telja að því sé lokið. Síðasta goshlé, það lengsta til þessa, stóð yfir í fjóra sólarhringa, frá mánudagskvöldinu 5. júlí og fram á aðfararnótt laugardagsins 10. júlí. Óróarit frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sýnir hvernig gosóróinn féll niður um fimmleytið í morgun. Gosvirknin hafði þá staðið yfir í fimm sólarhringa eftir fjögurra sólarhringa goshlé þar á undan.Veðurstofa Íslands Goshrinan sem hófst um síðustu helgi stóð því yfir í fimm sólarhringa. Hún einkenndist af reglulegum gospúlsum með miklum hraungusum á fimm til tíu mínútna fresti og virðist hraunrennslið að mestu hafa farið til austurs í Meradali. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af gosinu fyrir þremur dögum: Hér má sjá gríðarlega hraungusu eftir að gosið tók sig upp eftir stutt goshlé í lok júnímánaðar. Hér má sjá gíginn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Þetta var líflegt í nótt en rétt fyrir klukkan fimm fór að draga úr þessu. Laust fyrir klukkan fimm féll óróinn bara niður,“ sagði Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Svona voru gosstrókarnir síðastliðinn laugardag.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Sigþrúður segir að fram eftir nóttu hafi gosið verið mjög fallegt. Þótt engin virkni sjáist núna á yfirborði og ekkert sjáist slettast upp úr gígnum segir hún ekki ólíklegt að eitthvað hraunrennsli sé undir yfirborði. Miðað við sveiflurnar í eldgosinu undanfarnar þrjár vikur er óvarlegt að telja að því sé lokið. Síðasta goshlé, það lengsta til þessa, stóð yfir í fjóra sólarhringa, frá mánudagskvöldinu 5. júlí og fram á aðfararnótt laugardagsins 10. júlí. Óróarit frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sýnir hvernig gosóróinn féll niður um fimmleytið í morgun. Gosvirknin hafði þá staðið yfir í fimm sólarhringa eftir fjögurra sólarhringa goshlé þar á undan.Veðurstofa Íslands Goshrinan sem hófst um síðustu helgi stóð því yfir í fimm sólarhringa. Hún einkenndist af reglulegum gospúlsum með miklum hraungusum á fimm til tíu mínútna fresti og virðist hraunrennslið að mestu hafa farið til austurs í Meradali. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af gosinu fyrir þremur dögum: Hér má sjá gríðarlega hraungusu eftir að gosið tók sig upp eftir stutt goshlé í lok júnímánaðar. Hér má sjá gíginn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56
Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21