Griezmann á leið aftur til Atlético í skiptidíl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2021 14:30 Antoine Griezmann gæti leikið í rauðri og hvítri treyju Atlético Madríd á næstu leiktíð en aðeins ef Saúl Ñíguez fer til Barcelona sem hluti af skiptidíl milli félaganna. Quality Sport Images/Getty Images Franski framherjinn Antoine Griezmann er á leið aftur til Spánarmeistara Atlético Madríd eftir tveggja ára dvöl í Katalóníu hjá Barcelona. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez fer á móti í skiptidíl sem hefur vakið töluverða athygli. Sumarið 2019 keyptu Börsungar framherjann á 120 milljónir evra. Skrifaði Griezmann undir fimm ára samning. Þó aðeins séu tvö ár liðin síðan Barcelona festi kaup á leikmanninum þá er það að gera allt sem það getur til að losna við hann. Ástæðan er einföld, Griezmann er á of háum launum til að félagið geti haldið honum og Lionel Messi. Argentínumaðurinn ku hafa samið við Barcelona á nýjan leik en félagið þarf samt sem áður að búa til pláss á launaskránni. Atlético virðist klárt í að fá Griezmann aftur í sínar raðir enda lék hann frábærlega með félaginu frá 2014 til 2019. Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca vilja Börsungar litlar 15 milljónir evra fyrir Griezmann en þeir vilja einnig fá spænska miðjumanninn Saúl Ñíguez. Sá skrifaði undir níu ára samning við Atlétitico árið 2017 en virðist nú vilja leita á önnur mið. Barcelona er í leit að miðjumanni eftir að Hollendingurinn Georginio Wijnaldum ákvað að fara til Parísar frekar en Katalóníu. Barcelona and Atletico are in advanced talks for swap deal between Saúl and Griezmann! Both players gave the green light in the last hours. Barça and Atléti now negotiating on price tags. Barça want money included.Liverpool and Chelsea keen on Saúl if deal will collapse.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2021 Gangi þessi skiptidíll eftir er ljóst að Börsungar fá inn öflugan miðjumann sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda ásamt því að skera vel niður í launapakka félagsins en Griezmann á að vera á himinháum launum. Ísingin ofan á kökuna er svo að Messi skrifar undir nýjan langtíma samning og endar feril sinn hjá félaginu. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir „Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30 Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Sjá meira
Sumarið 2019 keyptu Börsungar framherjann á 120 milljónir evra. Skrifaði Griezmann undir fimm ára samning. Þó aðeins séu tvö ár liðin síðan Barcelona festi kaup á leikmanninum þá er það að gera allt sem það getur til að losna við hann. Ástæðan er einföld, Griezmann er á of háum launum til að félagið geti haldið honum og Lionel Messi. Argentínumaðurinn ku hafa samið við Barcelona á nýjan leik en félagið þarf samt sem áður að búa til pláss á launaskránni. Atlético virðist klárt í að fá Griezmann aftur í sínar raðir enda lék hann frábærlega með félaginu frá 2014 til 2019. Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca vilja Börsungar litlar 15 milljónir evra fyrir Griezmann en þeir vilja einnig fá spænska miðjumanninn Saúl Ñíguez. Sá skrifaði undir níu ára samning við Atlétitico árið 2017 en virðist nú vilja leita á önnur mið. Barcelona er í leit að miðjumanni eftir að Hollendingurinn Georginio Wijnaldum ákvað að fara til Parísar frekar en Katalóníu. Barcelona and Atletico are in advanced talks for swap deal between Saúl and Griezmann! Both players gave the green light in the last hours. Barça and Atléti now negotiating on price tags. Barça want money included.Liverpool and Chelsea keen on Saúl if deal will collapse.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2021 Gangi þessi skiptidíll eftir er ljóst að Börsungar fá inn öflugan miðjumann sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda ásamt því að skera vel niður í launapakka félagsins en Griezmann á að vera á himinháum launum. Ísingin ofan á kökuna er svo að Messi skrifar undir nýjan langtíma samning og endar feril sinn hjá félaginu.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir „Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30 Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Sjá meira
„Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30
Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30