Griezmann til sölu ef Messi verður áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 17:15 Stefnir allt í að þessir tveir muni ekki fagna saman á næstu leiktíð. Manuel Queimadelos/Getty Images Spænska knattspyrnuliðið Barcelona mun setja Antoine Griezmann á sölulista ef Lionel Messi ákveður að vera áfram í Katalóníu og semur við félagið á nýjan leik. Lionel Messi er eins og staðan er í dag samningslaus en það virðist sem hann færist alltaf nær því að semja við sitt fyrrum félag, Barcelona. Það er ljóst að Messi mun ekki fá jafn himinháan samning og hann var á hjá félaginu áður. Argentínumaðurinn hefur sjálfur sagt að hann vilji vera áfram hjá Barcelona ef félagið er í stöðu til að berjast um titla og til þess þarf hann að lækka í launum. Fjárhagsstaða Barcelona er hins vegar það slæm að félagið mun setja hinn þrítuga Griezmann á sölulista ef Messi semur upp á nýtt. Franski landsliðsframherjinn gekk í raðir Börsunga sumarið 2019 á litlar 120 milljónir evra. Hann hefur ekki staðið undir væntingum og var talið að Barcelona myndi hlusta á tilboð í kappann í sumar. Ef heimildir spænska miðilsins AS eru réttar þá stefnir allt í að það verði raunin. Lionel Messi s future at Barcelona will affect Antoine Griezmann s, according to @diarioas.Barcelona s attempts to balance their finances mean that if they retain Messi they would look to sell Griezmann. pic.twitter.com/Nf5jqh8wy6— B/R Football (@brfootball) July 6, 2021 Ljóst er að miklar breytingar verða á liði Barcelona í sumar. Eric Garcia, Memphis Depay, Sergio Agüero og Emerson Royal. Börsungar stefna einnig á að losa sig við fjölda leikmanna, var bakvörðurinn Junior Firpo til að mynda seldur fyrr í dag til Leeds United. Miralem Pjanic, Samuel Umtiti og Philippe Coutinho eru svo allir á sölulistanum. Mun Barcelona hlusta á lánstilboð í Coutinho, allt til að lækka launkostnað liðsins. Nú er svo ljóst að Griezmann mun einnig fara á sölulistann ef Messi ákveður að vera áfram. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Lionel Messi er eins og staðan er í dag samningslaus en það virðist sem hann færist alltaf nær því að semja við sitt fyrrum félag, Barcelona. Það er ljóst að Messi mun ekki fá jafn himinháan samning og hann var á hjá félaginu áður. Argentínumaðurinn hefur sjálfur sagt að hann vilji vera áfram hjá Barcelona ef félagið er í stöðu til að berjast um titla og til þess þarf hann að lækka í launum. Fjárhagsstaða Barcelona er hins vegar það slæm að félagið mun setja hinn þrítuga Griezmann á sölulista ef Messi semur upp á nýtt. Franski landsliðsframherjinn gekk í raðir Börsunga sumarið 2019 á litlar 120 milljónir evra. Hann hefur ekki staðið undir væntingum og var talið að Barcelona myndi hlusta á tilboð í kappann í sumar. Ef heimildir spænska miðilsins AS eru réttar þá stefnir allt í að það verði raunin. Lionel Messi s future at Barcelona will affect Antoine Griezmann s, according to @diarioas.Barcelona s attempts to balance their finances mean that if they retain Messi they would look to sell Griezmann. pic.twitter.com/Nf5jqh8wy6— B/R Football (@brfootball) July 6, 2021 Ljóst er að miklar breytingar verða á liði Barcelona í sumar. Eric Garcia, Memphis Depay, Sergio Agüero og Emerson Royal. Börsungar stefna einnig á að losa sig við fjölda leikmanna, var bakvörðurinn Junior Firpo til að mynda seldur fyrr í dag til Leeds United. Miralem Pjanic, Samuel Umtiti og Philippe Coutinho eru svo allir á sölulistanum. Mun Barcelona hlusta á lánstilboð í Coutinho, allt til að lækka launkostnað liðsins. Nú er svo ljóst að Griezmann mun einnig fara á sölulistann ef Messi ákveður að vera áfram.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira