Enski boltinn

Man. Utd. frumsýnir nýjan búning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scott McTominay og félagar í Manchester United spila ekki lengur í búningnum með Chevrolet framan á.
Scott McTominay og félagar í Manchester United spila ekki lengur í búningnum með Chevrolet framan á. getty/Laurence Griffiths

Manchester United hefur frumsýnt nýjan búning liðsins sem verður notaður á næsta tímabili.

Eins og síðustu ár framleiðir Adidas búninginn fyrir United. Nú er hins vegar kominn nýr styrktaraðili framan á treyjuna; Team Viewer í staðinn fyrir Chevrolet.

Nýi búningurinn er innblásinn af búningi sem United klæddist á 7. áratug síðustu aldar þegar Bobby Charlton, Denis Law og George Best voru í aðalhlutverki hjá liðinu.

Karlalið United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Leeds United laugardaginn 14. ágúst. United endaði í 2. sæti á síðasta tímabili og komst í úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Villarreal.

María Þórisdóttir og stöllur hennar í kvennaliði United byrja næsta tímabil helgina 3.-5. september. United endaði í 4. sæti ensku ofurdeildarinnar á síðasta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.