Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 10:50 Búið er að sprauta 47,5 milljón skömmtum í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands eru fullbólusett. Þessi mynd var tekin þann 12. júlí í einni stærstu bólusetningarmiðstöð Moskvu. AP/Pavel Golovkin Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. Flestir hafa smitast af Delta-afbrigðinu svokallaða sem greindist fyrst á Indlandi og smitast auðveldar manna á milli. Eins og segir í grein Reuters hafa bólusetningar einnig gengið hægt í Rússlandi. Heilt yfir er vitað til þess að 5,8 milljónir Rússa hafi smitast af Covid-19 og að minnst 144.492 hafa dáið. Moscow Times segir frá því að dauðsföll frá upphafi faraldursins, borin saman við meðaltal sama tímabils á undanförnum árum gefi í skyn að mun fleiri hafi í raun dáið vegna faraldursins. Frá því faraldurinn hófst í Rússlandi hafa 483 þúsund fleiri dáið, miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að Rússar hafi verið fyrstir til að skrá bóluefni gegn Covid-19 hefur gengið erfiðlega að bólusetja þjóðina. Reuters segir að búið sé að sprauta 47,5 milljónum skammta í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands séu fullbólusett. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hafði sett sér það markmið að bólusetja þrjátíu milljónir Rússa fyrir júní en var langt frá því. Treysta ekki yfirvöldum Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari varkárni Rússa og meðal þeirra sem oftast er nefnd, er að Rússar treysti ekki yfirvöldum Rússlands og bóluefninu ekki heldur. NBC News ræddu til að mynda við Vasily Vlassov, prófessur í faraldursfræðum í Moskvu, sem sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig. Hann hefði smitast í janúar og taldi sig varinn af mótefnum. „Rússar vita að þýskir bílar eru betri en rússneskir bílar og þeir eiga erfitt með að trúa því að rússneskt bóluefni sé betra,“ sagði prófessorinn. Annar íbúi Moskvu sagðist sömuleiðis ekki vilja rússneskt bóluefni. Spútnik V, algengasta bóluefni Rússlands, er talið vera öruggt og veita góða vörn gegn Covid-19. Notkun þess hefur verið samþykkt víða um heim. Erfiðlega hefur gengið að fá samþykki fyrir bóluefnið innan Evrópusambandsins. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frestaði í síðasta mánuði samþykkt bóluefnisins en í frétt Reuters segir að starfsmenn Gamaleya Institute, sem þróaði bóluefnið, hafi ekki getað útvegað upplýsingar og gögn sem þurfi við ferlið. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters hafa ekki borist upplýsingar frá Rússlandi um tilraunir á bóluefninu og þróun þess. Samþykktarferli EMA hófst í mars og átti upprunalega að ljúka í maí eða júní. Vegna erfiðleika í samskiptum við Rússa hefur það þó dregist verulega. Nú er ekki búist við að ferlinu ljúki fyrr í haust. Nokkrir heimildarmenn Reuters sem hafa átt í samskiptum við Gamaleya Institute segja Rússana ekki vana að vinna með stofnunum eins og EMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erfiðlega gengur að fá Spútnik V samþykkt í öðrum ríkjum. Það hefur einnig gerst í Brasilíu, Slóvakíu og Ungverjalandi en þar hefur einnig verið kvartað yfir skorti á gögnum og upplýsingum frá Rússlandi. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Flestir hafa smitast af Delta-afbrigðinu svokallaða sem greindist fyrst á Indlandi og smitast auðveldar manna á milli. Eins og segir í grein Reuters hafa bólusetningar einnig gengið hægt í Rússlandi. Heilt yfir er vitað til þess að 5,8 milljónir Rússa hafi smitast af Covid-19 og að minnst 144.492 hafa dáið. Moscow Times segir frá því að dauðsföll frá upphafi faraldursins, borin saman við meðaltal sama tímabils á undanförnum árum gefi í skyn að mun fleiri hafi í raun dáið vegna faraldursins. Frá því faraldurinn hófst í Rússlandi hafa 483 þúsund fleiri dáið, miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að Rússar hafi verið fyrstir til að skrá bóluefni gegn Covid-19 hefur gengið erfiðlega að bólusetja þjóðina. Reuters segir að búið sé að sprauta 47,5 milljónum skammta í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands séu fullbólusett. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hafði sett sér það markmið að bólusetja þrjátíu milljónir Rússa fyrir júní en var langt frá því. Treysta ekki yfirvöldum Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari varkárni Rússa og meðal þeirra sem oftast er nefnd, er að Rússar treysti ekki yfirvöldum Rússlands og bóluefninu ekki heldur. NBC News ræddu til að mynda við Vasily Vlassov, prófessur í faraldursfræðum í Moskvu, sem sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig. Hann hefði smitast í janúar og taldi sig varinn af mótefnum. „Rússar vita að þýskir bílar eru betri en rússneskir bílar og þeir eiga erfitt með að trúa því að rússneskt bóluefni sé betra,“ sagði prófessorinn. Annar íbúi Moskvu sagðist sömuleiðis ekki vilja rússneskt bóluefni. Spútnik V, algengasta bóluefni Rússlands, er talið vera öruggt og veita góða vörn gegn Covid-19. Notkun þess hefur verið samþykkt víða um heim. Erfiðlega hefur gengið að fá samþykki fyrir bóluefnið innan Evrópusambandsins. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frestaði í síðasta mánuði samþykkt bóluefnisins en í frétt Reuters segir að starfsmenn Gamaleya Institute, sem þróaði bóluefnið, hafi ekki getað útvegað upplýsingar og gögn sem þurfi við ferlið. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters hafa ekki borist upplýsingar frá Rússlandi um tilraunir á bóluefninu og þróun þess. Samþykktarferli EMA hófst í mars og átti upprunalega að ljúka í maí eða júní. Vegna erfiðleika í samskiptum við Rússa hefur það þó dregist verulega. Nú er ekki búist við að ferlinu ljúki fyrr í haust. Nokkrir heimildarmenn Reuters sem hafa átt í samskiptum við Gamaleya Institute segja Rússana ekki vana að vinna með stofnunum eins og EMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erfiðlega gengur að fá Spútnik V samþykkt í öðrum ríkjum. Það hefur einnig gerst í Brasilíu, Slóvakíu og Ungverjalandi en þar hefur einnig verið kvartað yfir skorti á gögnum og upplýsingum frá Rússlandi.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira