Erlent

Eldur á Co­vid-deild varð tugum að bana

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mustafa Al-Kadhimi, forsætisráðherra Íraks, hefur látið handtaka forstjóra spítalans.
Mustafa Al-Kadhimi, forsætisráðherra Íraks, hefur látið handtaka forstjóra spítalans. Gregorio Borgia/AP

Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya.

Heilbrigðiskerfi landsins er afar bágborið eftir áralöng átök og reiðir aðstandendur hinna látnu hafa mótmælt harðlega fyrir utan spítalann síðustu klukkustundirnar. Orsök eldsins er enn ókunn en sumir miðlar hafa greint frá því að súrefniskútur hafi sprungið inni á deildinni.

Forsætisráðherra landsins Mustafa al-Kadheimi lét strax handtaka forstjóra spítalans og forseti þingsins skrifaði á Twitter að eldsvoðinn væri sönnun þess að stjórnvöldum hafi mistekist að vernda borgara sína.

Til átaka hefur komið á milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan spítalann, að sögn Reuters fréttaveitunnar og meðal annars kveikt í lögreglubílum. Deildin sem um ræðir var ný, en hún var byggð fyrir þremur mánuðum. Í apríl í fyrra gerðist svipaður atburður þegar áttatíu og tveir brunnu inni á spítala í höfuðborginni Bagdad eftir að súrefniskútur sprakk.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.