Þrengja verulega að útgerð rafskúta í Osló Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 22:16 Rafskútuleigan Wind er sú eina sem gerir út bæði í Osló og í Reykjavík. Vísir/Aníta Osló er sú borg í Evrópu hvar flestar rafskútur eru á hvern íbúa. Nú stendur til að fækka þeim verulega. Samkvæmt frétt VG, mun borgarráð Oslóar kjósa um tillögu sem ætlað er að fækka rafskútum í borginni um allt að 68 prósent. „Við undirbúning nýju reglnanna öfluðum við upplýsinga frá stórum borgum um fjölda rafskúta á hvern íbúa. Osló bar höfuð og herðar yfir allar borgir heimsins hvað varðar þann fjölda,“ segir Richard Kongsteien, talsmaður umhverfisráðs Osló. Samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Fluctuo eru 200 rafskútur á hverja tíu þúsund íbúa Oslóar. Til samanburðar eru 125 á sama fjölda íbúa í Stokkhólmi á meðan fjöldinn nær ekki fimmtíu í Berlín, París og Róm. Síðustu þrjá mánuði hefur rafskútum í Osló fjölgað um tæplega 25 prósent í 25.734 stykki og umhverfisráðið telur þeim enn munu fara fjölgandi. Ráðið býst við því að í lok sumars muni fjöldi rafskúta í Osló ná 30 þúsund samanborið við aðeins 16 þúsund í sumarlok í fyrra. Ráðið telur því að nú þurfi að hamla fjölgun þeirra. Líkir ástandinu við villta vestrið „Við treystum á að þetta verði síðasta sumarið með fyrirkomulagi villta vestursins. Nú verða settar reglur. Nú höfum við lagaheimild sem þingið veitti í júní og við höfum unnið hörðum höndum að reglugerð,“ segir Kongsteien. Reglurnar verða ræddar á aukaborgarstjórnarfundi á morgun og býst Kongsteien við því að þær taki gildi í ágúst svo að rafskútuútgerðarmenn hafi tíma til að aðlagast þeim. Hingað til hafa sömu reglur gilt um rafskútur og reiðhjól í Osló en nú munu rafskútuútgerðarmenn þurfa að afla sér leyfis hjá borgaryfirvöldum. Samkvæmt nýju reglunum mega ekki fleiri en 8000 rafskútur vera á götum Oslóar. Í nýjum reglum er ekkert þak sett á fjölda fyrirtækja sem mega gera út rafskútur en leyfum verður deilt meðal útgerðarmanna með einhverskonar kvótakerfi. Einungis fimmtán prósent leyfilegra rafskúta munu mega vera innan innsta hluta miðbæjar Oslóar. Engar rafskútur á djamminu lengur Nýju reglurnar mæla einnig fyrir um að slökkt verði á öllum rafskútum í borginni á milli klukkan 01:00 og 05:00. Tvö leigufyrirtæki í borginni hafa þegar ákveðið að slökkva á sínum rafskútum á nóttunni. Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur kallað eftir því að slökkt verði á rafskútum í borginni frá klukkan ellefu á kvöldin þar sem flest rafskútuslys í júní urðu milli ellefu og tólf. Rafhlaupahjól Noregur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Samkvæmt frétt VG, mun borgarráð Oslóar kjósa um tillögu sem ætlað er að fækka rafskútum í borginni um allt að 68 prósent. „Við undirbúning nýju reglnanna öfluðum við upplýsinga frá stórum borgum um fjölda rafskúta á hvern íbúa. Osló bar höfuð og herðar yfir allar borgir heimsins hvað varðar þann fjölda,“ segir Richard Kongsteien, talsmaður umhverfisráðs Osló. Samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Fluctuo eru 200 rafskútur á hverja tíu þúsund íbúa Oslóar. Til samanburðar eru 125 á sama fjölda íbúa í Stokkhólmi á meðan fjöldinn nær ekki fimmtíu í Berlín, París og Róm. Síðustu þrjá mánuði hefur rafskútum í Osló fjölgað um tæplega 25 prósent í 25.734 stykki og umhverfisráðið telur þeim enn munu fara fjölgandi. Ráðið býst við því að í lok sumars muni fjöldi rafskúta í Osló ná 30 þúsund samanborið við aðeins 16 þúsund í sumarlok í fyrra. Ráðið telur því að nú þurfi að hamla fjölgun þeirra. Líkir ástandinu við villta vestrið „Við treystum á að þetta verði síðasta sumarið með fyrirkomulagi villta vestursins. Nú verða settar reglur. Nú höfum við lagaheimild sem þingið veitti í júní og við höfum unnið hörðum höndum að reglugerð,“ segir Kongsteien. Reglurnar verða ræddar á aukaborgarstjórnarfundi á morgun og býst Kongsteien við því að þær taki gildi í ágúst svo að rafskútuútgerðarmenn hafi tíma til að aðlagast þeim. Hingað til hafa sömu reglur gilt um rafskútur og reiðhjól í Osló en nú munu rafskútuútgerðarmenn þurfa að afla sér leyfis hjá borgaryfirvöldum. Samkvæmt nýju reglunum mega ekki fleiri en 8000 rafskútur vera á götum Oslóar. Í nýjum reglum er ekkert þak sett á fjölda fyrirtækja sem mega gera út rafskútur en leyfum verður deilt meðal útgerðarmanna með einhverskonar kvótakerfi. Einungis fimmtán prósent leyfilegra rafskúta munu mega vera innan innsta hluta miðbæjar Oslóar. Engar rafskútur á djamminu lengur Nýju reglurnar mæla einnig fyrir um að slökkt verði á öllum rafskútum í borginni á milli klukkan 01:00 og 05:00. Tvö leigufyrirtæki í borginni hafa þegar ákveðið að slökkva á sínum rafskútum á nóttunni. Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur kallað eftir því að slökkt verði á rafskútum í borginni frá klukkan ellefu á kvöldin þar sem flest rafskútuslys í júní urðu milli ellefu og tólf.
Rafhlaupahjól Noregur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira