Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2021 20:31 Spánn og Portúgal, auk Kýpur, eru einu rauðu löndin á korti sóttvarnastofnunar Evrópu. Kortið er með nýjustu upplýsingum, eða frá 8. júlí. Skjáskot Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. Spánn, ásamt Portúgal, er nú eina Evrópulandið sem skilgreint er rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en nýgengi í landinu öllu er yfir þrjú hundruð. Vegna þessa hafa ríki á borð við Þýskaland og Danmörku hert kröfur til ferðamanna sem koma til landanna frá Spáni. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni en hún er einkum rakin til mannamóta yngri og óbólusettra kynslóða, sem og þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðast heldur geyst í afléttingar í landinu í vor. Á Tenerife, eins aðaláfangastaðar íslensks almennings, er í gildi bann við áfengissölu í búðum frá klukkan átta á kvöldin og ýmiss konar samkomustöðum er lokað á sama tíma. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar.Vísir Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir að undanfarið hafi Íslendingar í hundraðatali keypt sér miða til Spánar. Dæmi séu um að fólk stökkvi á ferðir nær samdægurs. „Þetta er hægt og sígandi að fara af stað og við erum mjög þakklát fyrir góða hreyfingu á sölunni undanfarna daga.“ Af spænsku áfangastöðunum sé eftirspurnin mest eftir ferðum til Tenerife, Alicante og Costa del Sol. „Það sem hefur verið reynt að stemma stigum við er að minnka þetta næturbrölt. Það er verið að loka frá hálf eitt til sex á morgnana en að öðru leyti er þetta bara rólegt á þessum stöðum,“ segir Þórunn. Rúm 80 prósent fullorðinna Íslendinga eru fullbólusett, samkvæmt Covid.is, en um 45 prósent Spánverja. Þórunn segir að ekki hafi borið á afbókunum vegna ástandsins í landinu. „Bara virkilega ánægðir og njóta þess að vera í sólinni og slaka á, þannig að það eru engar kvartanir.“ Þannig að þessar samkomutakmarkanir hafa ekki komið að sök? „Virðist ekki vera. Íslendingar eru kannski orðnir svo rólegir og nægjusamir og njóta þess að vera í rólegheitunum,“ segir Þórunn. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
Spánn, ásamt Portúgal, er nú eina Evrópulandið sem skilgreint er rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en nýgengi í landinu öllu er yfir þrjú hundruð. Vegna þessa hafa ríki á borð við Þýskaland og Danmörku hert kröfur til ferðamanna sem koma til landanna frá Spáni. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni en hún er einkum rakin til mannamóta yngri og óbólusettra kynslóða, sem og þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðast heldur geyst í afléttingar í landinu í vor. Á Tenerife, eins aðaláfangastaðar íslensks almennings, er í gildi bann við áfengissölu í búðum frá klukkan átta á kvöldin og ýmiss konar samkomustöðum er lokað á sama tíma. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar.Vísir Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir að undanfarið hafi Íslendingar í hundraðatali keypt sér miða til Spánar. Dæmi séu um að fólk stökkvi á ferðir nær samdægurs. „Þetta er hægt og sígandi að fara af stað og við erum mjög þakklát fyrir góða hreyfingu á sölunni undanfarna daga.“ Af spænsku áfangastöðunum sé eftirspurnin mest eftir ferðum til Tenerife, Alicante og Costa del Sol. „Það sem hefur verið reynt að stemma stigum við er að minnka þetta næturbrölt. Það er verið að loka frá hálf eitt til sex á morgnana en að öðru leyti er þetta bara rólegt á þessum stöðum,“ segir Þórunn. Rúm 80 prósent fullorðinna Íslendinga eru fullbólusett, samkvæmt Covid.is, en um 45 prósent Spánverja. Þórunn segir að ekki hafi borið á afbókunum vegna ástandsins í landinu. „Bara virkilega ánægðir og njóta þess að vera í sólinni og slaka á, þannig að það eru engar kvartanir.“ Þannig að þessar samkomutakmarkanir hafa ekki komið að sök? „Virðist ekki vera. Íslendingar eru kannski orðnir svo rólegir og nægjusamir og njóta þess að vera í rólegheitunum,“ segir Þórunn.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30